Fótbolti

Reggina fallið úr ítölsku úrvalsdeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emil Hallfreðsson í leik með Reggina.
Emil Hallfreðsson í leik með Reggina. Nordic Photos / AFP

Reggina féll í kvöld úr ítölsku úrvalsdeildinni eftir að liðið tapaði fyrir Lazio, 1-0, á útivelli. Emil Hallfreðsson sat allan leikinn á varamannabekk Reggina.

Þetta var fyrsti leikurinn í 37. og næstsíðustu umferð deildarinnar. Reggina er í næstneðsta sæti deildarinnar með 30 stig og er fjórum stigum á eftir Torino sem er í sautjánda sæti.

Það var Mauro Zarate sem skoraði eina mark leiksins á 26. mínútu.

Emil Hallfreðsson á enn tvö ár eftir af samningi sínum við Reggina en hann var nálægt því fara frá félaginu í janúar síðastliðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×