Framboðsmál Framsóknarflokksins skýrast 14. febrúar 2009 20:37 Frá flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar. Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi, formaður tilkynnti í dag að hún ætli að hætta í stjórnmálum í vor. Framsóknarmenn héldu aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim voru teknar ákvarðanir um hvernig staðið verður að vali á framboðslista flokksins vegna þingkosninganna í vor. Póstkosning verður í tveimur kjördæmum og prófkjör í öðru.Suðurkjördæmi - póstkosning Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Suðurkjördæmi var samþykkt tillaga þess efnis að val í sex efstu sætin á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu vegna kosninganna í vor skuli fram með póstkosningu allra félagsmanna í kjördæminu. Úrslit verða kynnt á kjördæmaþingi laugardaginn 7. mars.Norðausturkjördæmi - kjördæmaþing Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi ákváðu að kosið verði um 1. til 8. sæti á framboðslista flokksins á kjördæmisþingi sem haldið verður 15. mars. Atkvæðisrétt á því þingi munu allir flokksbundnir framsóknarmenn í kjördæminu hafa í stað þess að valdir séu fulltrúar miðað við tiltekinn félagsmannafjölda hvers aðildarfélags, líkt og gerist á reglulegum kjördæmisþingum.Suðvesturkjördæmi - prófkjör Efstu fimm sætin á framboðslisti Framsóknarflokksins í Kraganum verða valin í lokuðu prófkjöri 7. mars. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum fullgildum flokksmönnum í Framsóknarflokknum 2. mars sem eiga munu kosningarétt í Suðvesturkjördæmi í væntanlegum þingkosningum. Niðurstaðan verður bindandi fyrir fimm efstu sæti framboðslistans, þó að teknu tilliti til ákvæða um jafnrétti kynjanna.Reykjavíkurkjördæmin - uppstilling Framsóknarmenn í Reykjavík áváðu í dag að forvalsnefnd, sem kosin var í dag, geri tillögur að framboðslistum flokksins í Reykjavík, sem lagðar verði fyrir annað kjördæmisþing, 28. febrúa. Á því þingi munu fulltrúar flokksmanna í Reykjavík kjósa um tillögu forvalsnefndar, og aðrar tillögur sem fram kunna að koma, að skipan í hvert einstakt sæti á listum flokksins í Reykjavík norður og Reykjavík suður.Norðvesturkjördæmi - póstkosning Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í dag var ákveðið að við val í fjögur efstu sætin á framboðslista flokksins fari fram póstkosning allra félagsmanna í kjördæminu. Atkvæðaseðlar verða sendir út 3. mars og talning fer fram föstudaginn 13. mars. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Frambjóðendur í Norðvesturkjördæmi valdir með póstkosningu Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi sem haldið er í dag að Reykjum í Hrútafirði var samþykkt tillaga þess efnis að val í fjögur efstu sætin á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu vegna kosninga til Alþingis í vork skyldi fara fram með póstkosningu allra félagsmanna í kjördæminu. 14. febrúar 2009 13:46 Valgerður hættir í stjórnmálum Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, sem haldið er í Mývatnssveit í dag, lýsti Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, því yfir að hún gæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. ,,Lýk ég þar með störfum á vettvangi stjórnmálanna," segir Valgerður á vefsíðu sinni. 14. febrúar 2009 12:41 Framsóknarmenn funda um framboðsmál Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor. 14. febrúar 2009 11:50 Framsóknarmenn halda prófkjör í Kraganum 7. mars Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi sem haldið var í dag var ákveðið að halda prófkjör þann 7. mars þar sem kosið verður í fimm efstu sætin á lista framsóknarmanna í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Flokkurinn fékk einn mann kjörin í kosningunum vorið 2007. 14. febrúar 2009 14:49 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Framsóknarmenn héldu aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim voru teknar ákvarðanir um hvernig staðið verður að vali á framboðslista flokksins vegna þingkosninganna í vor. Póstkosning verður í tveimur kjördæmum og prófkjör í öðru.Suðurkjördæmi - póstkosning Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Suðurkjördæmi var samþykkt tillaga þess efnis að val í sex efstu sætin á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu vegna kosninganna í vor skuli fram með póstkosningu allra félagsmanna í kjördæminu. Úrslit verða kynnt á kjördæmaþingi laugardaginn 7. mars.Norðausturkjördæmi - kjördæmaþing Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi ákváðu að kosið verði um 1. til 8. sæti á framboðslista flokksins á kjördæmisþingi sem haldið verður 15. mars. Atkvæðisrétt á því þingi munu allir flokksbundnir framsóknarmenn í kjördæminu hafa í stað þess að valdir séu fulltrúar miðað við tiltekinn félagsmannafjölda hvers aðildarfélags, líkt og gerist á reglulegum kjördæmisþingum.Suðvesturkjördæmi - prófkjör Efstu fimm sætin á framboðslisti Framsóknarflokksins í Kraganum verða valin í lokuðu prófkjöri 7. mars. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum fullgildum flokksmönnum í Framsóknarflokknum 2. mars sem eiga munu kosningarétt í Suðvesturkjördæmi í væntanlegum þingkosningum. Niðurstaðan verður bindandi fyrir fimm efstu sæti framboðslistans, þó að teknu tilliti til ákvæða um jafnrétti kynjanna.Reykjavíkurkjördæmin - uppstilling Framsóknarmenn í Reykjavík áváðu í dag að forvalsnefnd, sem kosin var í dag, geri tillögur að framboðslistum flokksins í Reykjavík, sem lagðar verði fyrir annað kjördæmisþing, 28. febrúa. Á því þingi munu fulltrúar flokksmanna í Reykjavík kjósa um tillögu forvalsnefndar, og aðrar tillögur sem fram kunna að koma, að skipan í hvert einstakt sæti á listum flokksins í Reykjavík norður og Reykjavík suður.Norðvesturkjördæmi - póstkosning Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í dag var ákveðið að við val í fjögur efstu sætin á framboðslista flokksins fari fram póstkosning allra félagsmanna í kjördæminu. Atkvæðaseðlar verða sendir út 3. mars og talning fer fram föstudaginn 13. mars.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Frambjóðendur í Norðvesturkjördæmi valdir með póstkosningu Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi sem haldið er í dag að Reykjum í Hrútafirði var samþykkt tillaga þess efnis að val í fjögur efstu sætin á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu vegna kosninga til Alþingis í vork skyldi fara fram með póstkosningu allra félagsmanna í kjördæminu. 14. febrúar 2009 13:46 Valgerður hættir í stjórnmálum Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, sem haldið er í Mývatnssveit í dag, lýsti Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, því yfir að hún gæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. ,,Lýk ég þar með störfum á vettvangi stjórnmálanna," segir Valgerður á vefsíðu sinni. 14. febrúar 2009 12:41 Framsóknarmenn funda um framboðsmál Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor. 14. febrúar 2009 11:50 Framsóknarmenn halda prófkjör í Kraganum 7. mars Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi sem haldið var í dag var ákveðið að halda prófkjör þann 7. mars þar sem kosið verður í fimm efstu sætin á lista framsóknarmanna í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Flokkurinn fékk einn mann kjörin í kosningunum vorið 2007. 14. febrúar 2009 14:49 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Frambjóðendur í Norðvesturkjördæmi valdir með póstkosningu Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi sem haldið er í dag að Reykjum í Hrútafirði var samþykkt tillaga þess efnis að val í fjögur efstu sætin á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu vegna kosninga til Alþingis í vork skyldi fara fram með póstkosningu allra félagsmanna í kjördæminu. 14. febrúar 2009 13:46
Valgerður hættir í stjórnmálum Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, sem haldið er í Mývatnssveit í dag, lýsti Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, því yfir að hún gæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. ,,Lýk ég þar með störfum á vettvangi stjórnmálanna," segir Valgerður á vefsíðu sinni. 14. febrúar 2009 12:41
Framsóknarmenn funda um framboðsmál Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor. 14. febrúar 2009 11:50
Framsóknarmenn halda prófkjör í Kraganum 7. mars Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi sem haldið var í dag var ákveðið að halda prófkjör þann 7. mars þar sem kosið verður í fimm efstu sætin á lista framsóknarmanna í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Flokkurinn fékk einn mann kjörin í kosningunum vorið 2007. 14. febrúar 2009 14:49