Ætla að byggja ævintýrahöll á fjallstoppi í Noregi 11. desember 2009 12:49 Tveir menn hafa í hyggju að byggja ævintýrahöll á fjallstoppi í Surnadal í Noregi. Í höllinni yrði fjöldi lúxusíbúða til sölu en ætlunin er að skapa svipaða stemmingu í höllinni og tíðkaðist hjá breskum laxakóngum er oft veiddu í dalnum á árum áður. Verkefnið hefur hlotið nafnið Landlords Belleview.Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no. Þar segir að mennirnir sem hér um ræðir séu landeigandinn Olav Sæter og arkitektinn Ian Petch. Sæter vill ekki meina að um ævintýrahöll sé að ræða en að byggingin verði einstök og að í henni eigi fólk að geta upplifað nokkuð sem ekki fæst annarsstaðar.Talið er að það muni kosta um 6 milljarða kr. að byggja höllina en grundvöllurinn að hönnun hennar er tímabil í sögu Surnadal þegar breskir lávarðar heimsóttu dalinn til að stunda þar laxveiðar. Þeir tóku einatt með sér allan búnað sinn, það er fyrir utan veiðigræjurnar, ..."svo þetta verður svoldið ónorskt," segir Sæter í samtali við Estate Magasin.Ætlunin er að í höllinni verði 87 íbúðir og þeir sem festa kaup á þeim eða leigja mun fá með aðgang að golfvelli, snekkjuhöfn, baðströnd, skíðabrekkum og sundlaug sem sett verður upp í helli við hlið hallarinnar.Íbúðirnir verða af stærðinni 48 til 150 fermetrar og sú ódýrasta mun kosta rúmlega 40 milljónir kr. Sæter segir að ekki verði hafist handa við byggingu hallarinnar fyrr en allar íbúðirnar eru seldar. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tveir menn hafa í hyggju að byggja ævintýrahöll á fjallstoppi í Surnadal í Noregi. Í höllinni yrði fjöldi lúxusíbúða til sölu en ætlunin er að skapa svipaða stemmingu í höllinni og tíðkaðist hjá breskum laxakóngum er oft veiddu í dalnum á árum áður. Verkefnið hefur hlotið nafnið Landlords Belleview.Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no. Þar segir að mennirnir sem hér um ræðir séu landeigandinn Olav Sæter og arkitektinn Ian Petch. Sæter vill ekki meina að um ævintýrahöll sé að ræða en að byggingin verði einstök og að í henni eigi fólk að geta upplifað nokkuð sem ekki fæst annarsstaðar.Talið er að það muni kosta um 6 milljarða kr. að byggja höllina en grundvöllurinn að hönnun hennar er tímabil í sögu Surnadal þegar breskir lávarðar heimsóttu dalinn til að stunda þar laxveiðar. Þeir tóku einatt með sér allan búnað sinn, það er fyrir utan veiðigræjurnar, ..."svo þetta verður svoldið ónorskt," segir Sæter í samtali við Estate Magasin.Ætlunin er að í höllinni verði 87 íbúðir og þeir sem festa kaup á þeim eða leigja mun fá með aðgang að golfvelli, snekkjuhöfn, baðströnd, skíðabrekkum og sundlaug sem sett verður upp í helli við hlið hallarinnar.Íbúðirnir verða af stærðinni 48 til 150 fermetrar og sú ódýrasta mun kosta rúmlega 40 milljónir kr. Sæter segir að ekki verði hafist handa við byggingu hallarinnar fyrr en allar íbúðirnar eru seldar.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira