Fótbolti

Raúl: Viðurkenni að ég svaf ekki vel í nótt

Ómar Þorgeirsson skrifar
Raúl González.
Raúl González. Nordic photos/AFP

Framherjinn gamalreyndi Raúl González hefur gengið í gegnum súrt og sætt á löngum ferli sínum með Real Madrid en hann viðurkennir að tapið í einvíginu gegn c-deildarliðinu Alcorcon í konungsbikarnum hafi verið enn af verstu töpum félagsins í hans tíð.

Real Madrid steinlá sem kunnugt er 4-0 í fyrri leik liðanna og náði einungis að vinna 1-0 á heimavelli sínum Santiago Bernabeu-leikvanginum í gærkvöldi og féll því örugglega úr leik.

„Ég get alveg viðurkennt að ég svaf ekki vel í nótt en Real Madrid hefur getað unnið sig út úr erfiðum aðstæðum áður," sagði Raúl og ítrekaði að hann hefði fulla trú á knattspyrnustjóranum Manuel Pellegrini.

„Þegar illa gengur er það ekki einhverjum einum að kenna heldur öllum leikmannahópnum og við þurfum að finna lausnir á þessu í sameiningu. Við höfum fulla trú á stjóranum og því sem hann hefur fram að færa," sagði Raúl í viðtali við spænska fjölmiðla í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×