Ólafur Ingi af stað á nýjan leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. maí 2009 08:00 Ólafur Ingi Skúlason, lengst til vinstri, fagnar marki í leik með Helsingborg. Nordic Photos / AFP Ólafur Ingi Skúlason byrjar að spila knattspyrnu í næstu viku eftir sjö mánaða hlé vegna meiðsla. Hann er á mála hjá sænska liðinu Helsinborg og hefur verið þar síðan 2007. Ólafur Ingi spilaði hins vegar lítið með liðinu í fyrra og í september varð hann fyrir því óláni að slíta krossbönd í hægra hné. Árið 2005 sleit hann krossbönd í vinstra hné en hann var þá á mála hjá Brentford í Englandi. Það hefur því gengið á ýmsu hjá þessum 26 ára gamla Árbæingi. „Undanfarnar fjórar vikur hef ég verið að æfa með aðalliðinu. Ég hef þó ekki verið að beita mér að fullu og fengið að vera hálfgert súkkulaði." Hann fékk þó góðar fréttir í vikunni. „Ég hef verið að fara í styrkleikapróf á hnénu og nú hef ég fengið grænt ljós frá læknum félagsins. Ég get því byrjað að spila á ný." Ólafur Ingi mun fyrst um sinn spila með varaliði Helsingborg og leikur með því á þriðjudaginn næstkomandi. „Ég mun spila í 45 mínútur í þessum leik og munum við þá meta stöðuna. Við munum fara okkur hægt til að byrja með því við viljum að þetta verði gert eins vel og hægt er. Sænska deildin fer í frí í júní og ef ég næ leik með aðalliðinu fyrir þann tíma væri það bónus. Aðalmálið er að koma mér í almennilegt leikform." „Liðið hefur þar að auki verið að spila vel. Við erum í efsta sæti deildarinnar og tökum líka þátt í Evrópukeppninni á þessari leiktíð. En það er vitaskuld mitt markmið að vera fastamaður í þessu liði. Ef ég er heill heilsu á ég fullt erindi í þetta lið." Samningur Ólafs Inga við Helsingborg rennur út að tímabillinu loknu en hann segir að forráðamenn liðsins vilja halda sér. „Þeir vilja fara að ræða nýjan samning strax og þeir hafa áður sagt mér að ég eigi að vera einn af framtíðarleikmönnum liðsins. Það er mjög jákvætt fyrir mig og gott að vita að stuðningi við mig. Hvað gerist svo er annað mál og verður bara að fá að koma í ljós." Sem fyrr segir gekk Ólafur Ingi í raðir Helsingborg frá Brentford í Englandi árið 2007. Honum gekk vel á sínu fyrsta tímabili með liðinu og vann sér fljótlega fast sæti í byrjunarliðinu. Liðið náði langt í UEFA-bikarkeppninni og þar að auki vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu. „Svo meiddist ég í apríl í fyrra þar sem í ljós kom að krossbandið væri rifið en þó ekki alveg slitið. Ákveðið var að reyna að styrkja hnéð með endurhæfingu í stað þess að fara í aðgerð." „Sú endurhæfing tók þrjá mánuði. Ég byrjaði að spila aftur í ágúst og í mínum fyrsta leik í byrjunarliði, sem var í september, lenti ég í tæklingu eftir aðeins átta mínútur og þá fór krossbandið alveg. Ég var því meiddur nánast allt tímabilið í fyrra." Hann segir að endurhæfingin hafi gengið betur nú en þegar hann sleit krossband í vinstra hné árið 2005. „Það er nokkuð gott að geta byrjað að spila aftur sjö mánuðum eftir aðgerð. Þetta lítur bara mjög vel út núna og hlakka ég til að geta byrjað að spila loksins aftur." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason byrjar að spila knattspyrnu í næstu viku eftir sjö mánaða hlé vegna meiðsla. Hann er á mála hjá sænska liðinu Helsinborg og hefur verið þar síðan 2007. Ólafur Ingi spilaði hins vegar lítið með liðinu í fyrra og í september varð hann fyrir því óláni að slíta krossbönd í hægra hné. Árið 2005 sleit hann krossbönd í vinstra hné en hann var þá á mála hjá Brentford í Englandi. Það hefur því gengið á ýmsu hjá þessum 26 ára gamla Árbæingi. „Undanfarnar fjórar vikur hef ég verið að æfa með aðalliðinu. Ég hef þó ekki verið að beita mér að fullu og fengið að vera hálfgert súkkulaði." Hann fékk þó góðar fréttir í vikunni. „Ég hef verið að fara í styrkleikapróf á hnénu og nú hef ég fengið grænt ljós frá læknum félagsins. Ég get því byrjað að spila á ný." Ólafur Ingi mun fyrst um sinn spila með varaliði Helsingborg og leikur með því á þriðjudaginn næstkomandi. „Ég mun spila í 45 mínútur í þessum leik og munum við þá meta stöðuna. Við munum fara okkur hægt til að byrja með því við viljum að þetta verði gert eins vel og hægt er. Sænska deildin fer í frí í júní og ef ég næ leik með aðalliðinu fyrir þann tíma væri það bónus. Aðalmálið er að koma mér í almennilegt leikform." „Liðið hefur þar að auki verið að spila vel. Við erum í efsta sæti deildarinnar og tökum líka þátt í Evrópukeppninni á þessari leiktíð. En það er vitaskuld mitt markmið að vera fastamaður í þessu liði. Ef ég er heill heilsu á ég fullt erindi í þetta lið." Samningur Ólafs Inga við Helsingborg rennur út að tímabillinu loknu en hann segir að forráðamenn liðsins vilja halda sér. „Þeir vilja fara að ræða nýjan samning strax og þeir hafa áður sagt mér að ég eigi að vera einn af framtíðarleikmönnum liðsins. Það er mjög jákvætt fyrir mig og gott að vita að stuðningi við mig. Hvað gerist svo er annað mál og verður bara að fá að koma í ljós." Sem fyrr segir gekk Ólafur Ingi í raðir Helsingborg frá Brentford í Englandi árið 2007. Honum gekk vel á sínu fyrsta tímabili með liðinu og vann sér fljótlega fast sæti í byrjunarliðinu. Liðið náði langt í UEFA-bikarkeppninni og þar að auki vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu. „Svo meiddist ég í apríl í fyrra þar sem í ljós kom að krossbandið væri rifið en þó ekki alveg slitið. Ákveðið var að reyna að styrkja hnéð með endurhæfingu í stað þess að fara í aðgerð." „Sú endurhæfing tók þrjá mánuði. Ég byrjaði að spila aftur í ágúst og í mínum fyrsta leik í byrjunarliði, sem var í september, lenti ég í tæklingu eftir aðeins átta mínútur og þá fór krossbandið alveg. Ég var því meiddur nánast allt tímabilið í fyrra." Hann segir að endurhæfingin hafi gengið betur nú en þegar hann sleit krossband í vinstra hné árið 2005. „Það er nokkuð gott að geta byrjað að spila aftur sjö mánuðum eftir aðgerð. Þetta lítur bara mjög vel út núna og hlakka ég til að geta byrjað að spila loksins aftur."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Sjá meira