Fótbolti

Notaði Englandsdrottningu sem skotmark

Nordic Photos/Getty Images

Harðjaxlinn Gennaro Gattuso hjá AC Milan rifjaði í nýlegu viðtali upp prakkarastrik sín þegar hann var leikmaður Glasgow Rangers á árum áður.

Gattuso lék með Rangers fyrir áratug síðan en þá var hinn litríki Paul Gascoigne í leikmannahóp Rangers.

Gattuso er trúaður maður og bar alltaf kross um hálsinn, en það fór ekki vel í leikmenn Rangers, sem flestir voru mótmælendur.

"Þeir voru alltaf að heimta að ég tæki af mér krossinn," sagði Gattuso í samtali við ítalska fjölmiðla. Hann sagði líka frá áhugaverðum leik sem hann spilaði með Paul Gascoigne.

"Við stunduðum það mikið að æfa okkur með því að sparka bolta í mynd af Englandrottningu sem við festum upp og það var Paul Gascoigne sem kenndi mér það," sagði Gattuso.

Hann sagði líka frá kynnum sínum af frægasta stuðningsmanni Rangers, sjálfum James Bond, leikaranum Sean Connery.

"Connery setti sig upp á móti því þegar ég fór frá Rangers en ég sagði honum að það kæmi honum fjandakornið ekkert við," sagði Gattuso.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×