Svínaflensan hefur áhrif á neyslu svínakjöts Gunnar Örn Jónsson skrifar 17. ágúst 2009 10:35 Mynd/Einar Útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum dróst saman um 20% á fyrstu sex mánuðum ársins og allt bendir til þess að fyrsta árlega niðursveiflan í útflutningi á svínakjöti síðan 1990 verði að veruleika. Sérfræðingar telja að verð á framvirkum samningum á svínakjöti gæti lækkað um þriðjung frá miðjum ágúst og fram til áramóta. Ástæðan er augljóslega H1N1 vírusinn eða hin svokallaða svínaflensa sem hóf innreið sína í apríl á þessu ári. Eftir að svínaflensan var fyrst greind í mönnum í Mexíkó og Bandaríkjunum olli það meðal annars innflutningshöftum á amerísku svínakjöti í bæði Kína og Rússlandi. Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu í dag. Búist er við að svínaflensan muni valda 11% heimsniðursveiflu í viðskiptum á svínakjöti á þessu ári jafnvel þó að vísindamenn hafi ávallt sagt að óhætt sé að borða svínakjöt. Alheimskreppan og minnkandi útflutningur gera það meðal annars að verkum að birgðir hrannast upp hjá svínaframleiðendum í Bandaríkjunum. Hvað eigum við að gera við öll þessi svín, spyrja svínabændur og sérfræðingar á mörkuðum. Þeir segja að iðnaðurinn sé ekki gerður til að aðlagast minnkandi eftirspurn og að svínabændur muni einfaldlega framleiða svínakjöt þangað til þeir verða gjaldþrota. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Útflutningur á svínakjöti frá Bandaríkjunum dróst saman um 20% á fyrstu sex mánuðum ársins og allt bendir til þess að fyrsta árlega niðursveiflan í útflutningi á svínakjöti síðan 1990 verði að veruleika. Sérfræðingar telja að verð á framvirkum samningum á svínakjöti gæti lækkað um þriðjung frá miðjum ágúst og fram til áramóta. Ástæðan er augljóslega H1N1 vírusinn eða hin svokallaða svínaflensa sem hóf innreið sína í apríl á þessu ári. Eftir að svínaflensan var fyrst greind í mönnum í Mexíkó og Bandaríkjunum olli það meðal annars innflutningshöftum á amerísku svínakjöti í bæði Kína og Rússlandi. Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu í dag. Búist er við að svínaflensan muni valda 11% heimsniðursveiflu í viðskiptum á svínakjöti á þessu ári jafnvel þó að vísindamenn hafi ávallt sagt að óhætt sé að borða svínakjöt. Alheimskreppan og minnkandi útflutningur gera það meðal annars að verkum að birgðir hrannast upp hjá svínaframleiðendum í Bandaríkjunum. Hvað eigum við að gera við öll þessi svín, spyrja svínabændur og sérfræðingar á mörkuðum. Þeir segja að iðnaðurinn sé ekki gerður til að aðlagast minnkandi eftirspurn og að svínabændur muni einfaldlega framleiða svínakjöt þangað til þeir verða gjaldþrota.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira