Viðræður um 22 milljarða hlut Kaupþings í Booker 28. maí 2009 08:49 Breska verslunarkeðjan Booker Group segir að hún muni á næstunni ræða við PricewaterhouseCoopers (PwC) um framtíð 22% eignarhluts Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, í keðjunni. Hluturinn er metinn á rúmlega 111 milljónir punda eða rúmlega 22 milljarða kr. Í frétt um málið á Reuters segir að hluturinn var áður í eigu Kaupthing Capital Partners II en í framhaldi af því að Singer & Friedlander á Mön var tekinn til gjaldþrotaskipta er hluturinn nú á forræði PwC. "Okkar skilningur er sá að hluturinn hafi farið úr einu þrotabúi Kaupþings og yfir í annað þrotabú Kaupþings," segir Charles Wilson forstjóri Booker í samtali við Reuters. "Við munum ræða málið við PwC í þessari eða næstu viku." Booker er stærsta "cash & carry" verslunarkeðja Bretlands en eins og nafnið gefur til kynna tekur hún eingöngu við reiðufé en ekki kortum frá viðskiptavinum sínum. Samkvæmt uppgjöri síðasta reikningsárs, sem lauk í lok mars, var hagnaður upp á rúmlega 47 milljónir punda af rekstrinum fyrir skatt. Var þetta aðeins meiri hagnaður en vænst var en sérfræðingar höfðu spáð 42 milljónum punda. Hlutir í Booker hækkuðu um 9% í morgun og er markaðsvirði keðjunnar nú 507 milljónir punda. Wilson segir að hann viti ekki hvað verður um fyrrgreindan 22% hlut Kaupþings í Booker fyrr en málið hefur verið rætt við PwC. Sérfræðingar telja að málinu verði lokið fyrir júlí þegar Booker flyttst á aðallista AIM markaðarins í London. Þess má geta að Baugur átti um tíma 31% í Booker í gengum Merlin en sá hlutur er væntanlega nú í höndum skilanefnda á Íslandi. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Varpa ljósi á umfang skuldsetningar Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Breska verslunarkeðjan Booker Group segir að hún muni á næstunni ræða við PricewaterhouseCoopers (PwC) um framtíð 22% eignarhluts Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, í keðjunni. Hluturinn er metinn á rúmlega 111 milljónir punda eða rúmlega 22 milljarða kr. Í frétt um málið á Reuters segir að hluturinn var áður í eigu Kaupthing Capital Partners II en í framhaldi af því að Singer & Friedlander á Mön var tekinn til gjaldþrotaskipta er hluturinn nú á forræði PwC. "Okkar skilningur er sá að hluturinn hafi farið úr einu þrotabúi Kaupþings og yfir í annað þrotabú Kaupþings," segir Charles Wilson forstjóri Booker í samtali við Reuters. "Við munum ræða málið við PwC í þessari eða næstu viku." Booker er stærsta "cash & carry" verslunarkeðja Bretlands en eins og nafnið gefur til kynna tekur hún eingöngu við reiðufé en ekki kortum frá viðskiptavinum sínum. Samkvæmt uppgjöri síðasta reikningsárs, sem lauk í lok mars, var hagnaður upp á rúmlega 47 milljónir punda af rekstrinum fyrir skatt. Var þetta aðeins meiri hagnaður en vænst var en sérfræðingar höfðu spáð 42 milljónum punda. Hlutir í Booker hækkuðu um 9% í morgun og er markaðsvirði keðjunnar nú 507 milljónir punda. Wilson segir að hann viti ekki hvað verður um fyrrgreindan 22% hlut Kaupþings í Booker fyrr en málið hefur verið rætt við PwC. Sérfræðingar telja að málinu verði lokið fyrir júlí þegar Booker flyttst á aðallista AIM markaðarins í London. Þess má geta að Baugur átti um tíma 31% í Booker í gengum Merlin en sá hlutur er væntanlega nú í höndum skilanefnda á Íslandi.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Varpa ljósi á umfang skuldsetningar Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira