Framsókn mun birta yfirlit yfir styrki 11. apríl 2009 12:02 Forysta Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn mun væntanlega birta yfirlit yfir þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn árið 2006 á allra næstu dögum, en verið er að leita samþykkis þeirra fyrirtækja sem veittu styrkina fyrir birtingu upplýsinganna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, liggur veikur með lungnabólgu og er það skýringin á því að ekki hefur tekist að ná í hann undanfarna daga vegna styrkja til flokksins á árinu 2006. Framsóknarflokkurinn fékk 30,3 milljónir króna í styrki frá fyrirtækjum árið 2006, á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn fékk um 80 milljónir þegar eingöngu þau fyrirtæki eru talin sem styrktu flokkinn um meira en milljón og Samfylkingin fékk um 36 milljónir þegar aðeins eru talin fyrirtæki sem styrktu hana um meira en hálfa milljón. Í tilkynningu sem Framsóknarrmenn sendu frá sér í gær sagði að yfirlit yrði ekki birt um þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn árið 2006, vegna þess að hann hafi lofað fyrirtækjunum trúnaði þegar styrkirnir voru veittir. Hins vegar setti flokkurinn sig ekki á móti því að fyrirtækin sjálf upplýsi um styrki sína. Nú skömmu fyrir fréttir sagði Birkir Jón Jónsson varaformaður flokksins hins vegar að verið væri að vinna að því að þetta yfirlit yrði birt. Fulltrúar flokksins væru að setja sig í samband við forráðamenn þessara fyrirtækja, til að fá samþykki þeirra fyrir að upplýsa um styrkina, og hann byggist við að þessar upplýsingar lægju fyrir á næstu dögum. Í yfirlýsingunni frá Framsóknarflokknum frá í gær segir að hæsti styrkurinn hafi verið fimm milljónir króna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu Actavis, Eignarhalsfélag samvinnutrygginga, Eimskip, Exista, Glitnir, Kaupþing, Ker, Landsbankinn og Straumur Burðarás vera meðal fyrirtækja sem styrktu Framsóknarflokkinn, en þessi fyrirtæki styrktu einnig flesta ef ekki alla hina stjórnmálaflokkana. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Framsóknarmenn birta ekki bókhald fyrir árið 2006 Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að greina frá því hverjir veittu framlög til flokksins árið 2006. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem flokkurin sendi frá sér fyrir stundu. Hæsti einstaki styrkur sem flokknum hafi verið veitt hafi numið 5 milljónum króna en heildarframlög lögaðila um 30 milljónum króna. 10. apríl 2009 12:15 Rannsakar styrki til flokka Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem Rannsóknarnefnd um bankahrunið mun skoða við vinnu sína. Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, sem sæti á í nefndinni. 11. apríl 2009 09:00 Siðfræðingur hættir í SUS Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur hefur sagt sig úr stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS. 11. apríl 2009 06:30 Framsókn íhugar að opinbera bókhald „Það er verið að fara yfir þessi mál," segir framkvæmdarstjóri Framsóknaflokksins, Sigfús Ingi Sigfússon, spurður hvort flokkurinn hyggis opna bókhald flokksins aftur í tímann líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað að hann muni gera. 9. apríl 2009 09:58 Endurskoðandi gerði athugasemdir við risastyrki FL og Landsbankans Haukur Leósson, endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemdir við risastyrki FL Group og Landsbankans til flokksins við endurskoðun ársreikningsins 2006. Þær athugasemdir virti meðal annars Kjartan Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri flokksins, að vettugi. 11. apríl 2009 12:00 Kjartan vissi um styrkina Heimildir sem fréttastofan telur öruggar fullyrða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af tugmilljóna styrkjum FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins fyrir áramótin 2006 - 2007, en hann hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað af þessum greiðslum fyrr en Stöð 2 greindi frá þeim á miðvikudag. 11. apríl 2009 10:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Framsóknarflokkurinn mun væntanlega birta yfirlit yfir þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn árið 2006 á allra næstu dögum, en verið er að leita samþykkis þeirra fyrirtækja sem veittu styrkina fyrir birtingu upplýsinganna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, liggur veikur með lungnabólgu og er það skýringin á því að ekki hefur tekist að ná í hann undanfarna daga vegna styrkja til flokksins á árinu 2006. Framsóknarflokkurinn fékk 30,3 milljónir króna í styrki frá fyrirtækjum árið 2006, á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn fékk um 80 milljónir þegar eingöngu þau fyrirtæki eru talin sem styrktu flokkinn um meira en milljón og Samfylkingin fékk um 36 milljónir þegar aðeins eru talin fyrirtæki sem styrktu hana um meira en hálfa milljón. Í tilkynningu sem Framsóknarrmenn sendu frá sér í gær sagði að yfirlit yrði ekki birt um þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn árið 2006, vegna þess að hann hafi lofað fyrirtækjunum trúnaði þegar styrkirnir voru veittir. Hins vegar setti flokkurinn sig ekki á móti því að fyrirtækin sjálf upplýsi um styrki sína. Nú skömmu fyrir fréttir sagði Birkir Jón Jónsson varaformaður flokksins hins vegar að verið væri að vinna að því að þetta yfirlit yrði birt. Fulltrúar flokksins væru að setja sig í samband við forráðamenn þessara fyrirtækja, til að fá samþykki þeirra fyrir að upplýsa um styrkina, og hann byggist við að þessar upplýsingar lægju fyrir á næstu dögum. Í yfirlýsingunni frá Framsóknarflokknum frá í gær segir að hæsti styrkurinn hafi verið fimm milljónir króna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu Actavis, Eignarhalsfélag samvinnutrygginga, Eimskip, Exista, Glitnir, Kaupþing, Ker, Landsbankinn og Straumur Burðarás vera meðal fyrirtækja sem styrktu Framsóknarflokkinn, en þessi fyrirtæki styrktu einnig flesta ef ekki alla hina stjórnmálaflokkana.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Framsóknarmenn birta ekki bókhald fyrir árið 2006 Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að greina frá því hverjir veittu framlög til flokksins árið 2006. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem flokkurin sendi frá sér fyrir stundu. Hæsti einstaki styrkur sem flokknum hafi verið veitt hafi numið 5 milljónum króna en heildarframlög lögaðila um 30 milljónum króna. 10. apríl 2009 12:15 Rannsakar styrki til flokka Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem Rannsóknarnefnd um bankahrunið mun skoða við vinnu sína. Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, sem sæti á í nefndinni. 11. apríl 2009 09:00 Siðfræðingur hættir í SUS Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur hefur sagt sig úr stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS. 11. apríl 2009 06:30 Framsókn íhugar að opinbera bókhald „Það er verið að fara yfir þessi mál," segir framkvæmdarstjóri Framsóknaflokksins, Sigfús Ingi Sigfússon, spurður hvort flokkurinn hyggis opna bókhald flokksins aftur í tímann líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað að hann muni gera. 9. apríl 2009 09:58 Endurskoðandi gerði athugasemdir við risastyrki FL og Landsbankans Haukur Leósson, endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemdir við risastyrki FL Group og Landsbankans til flokksins við endurskoðun ársreikningsins 2006. Þær athugasemdir virti meðal annars Kjartan Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri flokksins, að vettugi. 11. apríl 2009 12:00 Kjartan vissi um styrkina Heimildir sem fréttastofan telur öruggar fullyrða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af tugmilljóna styrkjum FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins fyrir áramótin 2006 - 2007, en hann hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað af þessum greiðslum fyrr en Stöð 2 greindi frá þeim á miðvikudag. 11. apríl 2009 10:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Framsóknarmenn birta ekki bókhald fyrir árið 2006 Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að greina frá því hverjir veittu framlög til flokksins árið 2006. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem flokkurin sendi frá sér fyrir stundu. Hæsti einstaki styrkur sem flokknum hafi verið veitt hafi numið 5 milljónum króna en heildarframlög lögaðila um 30 milljónum króna. 10. apríl 2009 12:15
Rannsakar styrki til flokka Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem Rannsóknarnefnd um bankahrunið mun skoða við vinnu sína. Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, sem sæti á í nefndinni. 11. apríl 2009 09:00
Siðfræðingur hættir í SUS Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur hefur sagt sig úr stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS. 11. apríl 2009 06:30
Framsókn íhugar að opinbera bókhald „Það er verið að fara yfir þessi mál," segir framkvæmdarstjóri Framsóknaflokksins, Sigfús Ingi Sigfússon, spurður hvort flokkurinn hyggis opna bókhald flokksins aftur í tímann líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað að hann muni gera. 9. apríl 2009 09:58
Endurskoðandi gerði athugasemdir við risastyrki FL og Landsbankans Haukur Leósson, endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemdir við risastyrki FL Group og Landsbankans til flokksins við endurskoðun ársreikningsins 2006. Þær athugasemdir virti meðal annars Kjartan Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri flokksins, að vettugi. 11. apríl 2009 12:00
Kjartan vissi um styrkina Heimildir sem fréttastofan telur öruggar fullyrða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af tugmilljóna styrkjum FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins fyrir áramótin 2006 - 2007, en hann hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað af þessum greiðslum fyrr en Stöð 2 greindi frá þeim á miðvikudag. 11. apríl 2009 10:00