Benedikt vill forystusæti í Norðausturkjördæmi 19. febrúar 2009 13:37 Benedikt Sigurðsson. Benedikt telur að virkni hins almenna kjósanda í umræðunni síðustu mánuðina beri að túlka sem ákall eftir lýðræðisumbótum og að vaxandi þungi virðist vera í kröfunni um að stjórnmálamenn axli ábyrgð. Samfylkingin sé lýðræðislegur jafnaðarmannaflokkur og eigi ótvírætt að vera í fararbroddi siðbótar íslenskra stjórnmála. Því sé opið prófkjör hjá Samfylkingunni í kjördæminu sjálfsögð tilraun til að bjóða áhugafólki um félagshyggju og samfélagslegt réttlæti að taka þátt í endurnýjun forystusveitar flokksins í kjördæminu.Aðgerðir fyrir heimilin Benedikt segist hafa sérstaklega beitt sér í umræðunni um rekstrarskilyrði heimilanna og afleiðingar kreppuhrunsins fyrir fyrirtækin og heimilin. „Það er algert forgangsmál að koma til móts við yngri fjölskyldurnar, sem fjárfest hafa í góðri trú. Skilvirkasta leiðin og sú sem kemur flestum fjölskyldum til góða er að færa niður höfuðstól lánanna sem nemur því yfirskoti sem vístala neysluverðs hefur bætt við höfuðstólinn frá 1. mars 2008. Jafnframt þarf að gera upp gengistryggð lán með samningsgengi. Þetta er óhjákvæmilegt að gera þar sem forsendur fyrir samningum almennra lántakenda við fjármálafyrirtækin hafa algerlega brostið. Bæði brugðust stjórnvöld skyldu sinni um að varðveita stöðugleika og fram hefur komið að viðskiptabankarnir markaðssettu lán með villandi hætti, í ljósi þess að þeir stunduðu á sama tíma áhættu, sem að lokum felldi allt fjármálakerfi okkar."Aðild að ESB Benedikt telur knýjandi að leita samninga við ESB og vill óska flýtiaðgangs að tengingu við evru eða fulla aðild að myntbandalaginu. „Það er hins vegar algerlega lífsnauðsynlegt fyrir atvinnureksturinn í landinu að keyra stýrivextina niður í 4-5% með miklum hraði. Jafnframt verðum við að afnema verðtryggingu og gera víðtækan sáttmála um að leggja verðbólguna að velli. Stöðugleiki gæti skapast mjög fljótt ef framtíðarsýnin er skýr og byggð á breiðu samkomulagi aðila í stjórnmálum og á vinnumarkaði." Kosningar 2009 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Benedikt telur að virkni hins almenna kjósanda í umræðunni síðustu mánuðina beri að túlka sem ákall eftir lýðræðisumbótum og að vaxandi þungi virðist vera í kröfunni um að stjórnmálamenn axli ábyrgð. Samfylkingin sé lýðræðislegur jafnaðarmannaflokkur og eigi ótvírætt að vera í fararbroddi siðbótar íslenskra stjórnmála. Því sé opið prófkjör hjá Samfylkingunni í kjördæminu sjálfsögð tilraun til að bjóða áhugafólki um félagshyggju og samfélagslegt réttlæti að taka þátt í endurnýjun forystusveitar flokksins í kjördæminu.Aðgerðir fyrir heimilin Benedikt segist hafa sérstaklega beitt sér í umræðunni um rekstrarskilyrði heimilanna og afleiðingar kreppuhrunsins fyrir fyrirtækin og heimilin. „Það er algert forgangsmál að koma til móts við yngri fjölskyldurnar, sem fjárfest hafa í góðri trú. Skilvirkasta leiðin og sú sem kemur flestum fjölskyldum til góða er að færa niður höfuðstól lánanna sem nemur því yfirskoti sem vístala neysluverðs hefur bætt við höfuðstólinn frá 1. mars 2008. Jafnframt þarf að gera upp gengistryggð lán með samningsgengi. Þetta er óhjákvæmilegt að gera þar sem forsendur fyrir samningum almennra lántakenda við fjármálafyrirtækin hafa algerlega brostið. Bæði brugðust stjórnvöld skyldu sinni um að varðveita stöðugleika og fram hefur komið að viðskiptabankarnir markaðssettu lán með villandi hætti, í ljósi þess að þeir stunduðu á sama tíma áhættu, sem að lokum felldi allt fjármálakerfi okkar."Aðild að ESB Benedikt telur knýjandi að leita samninga við ESB og vill óska flýtiaðgangs að tengingu við evru eða fulla aðild að myntbandalaginu. „Það er hins vegar algerlega lífsnauðsynlegt fyrir atvinnureksturinn í landinu að keyra stýrivextina niður í 4-5% með miklum hraði. Jafnframt verðum við að afnema verðtryggingu og gera víðtækan sáttmála um að leggja verðbólguna að velli. Stöðugleiki gæti skapast mjög fljótt ef framtíðarsýnin er skýr og byggð á breiðu samkomulagi aðila í stjórnmálum og á vinnumarkaði."
Kosningar 2009 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira