Fótbolti

Vill byggja framtíðarvöll Barcelona á eyju fyrir utan borgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Barcelona spilar leiki sína í dag á Nývangi sem tekur tæplega 100 þúsund áhorfendur.
Barcelona spilar leiki sína í dag á Nývangi sem tekur tæplega 100 þúsund áhorfendur. Mynd/AFP

Katalónskur arkitekt hefur djarfan draum um hvar Barcelona á að spila í framtíðinni. Hann vill byggja nýjan 150 þúsund manna leikvang á manngerðri eyju fyrir utan Barcelona-borg. Arkitektinn heitir Emili Vidal og hann vill með þessu hanna fótboltaleikvang framtíðarinnar.

Völlurinn á að vera í nýja Diagonal Mar hverfinu í Barcelona þar sem finna má nýja baðströnd, snekkjuhöfn, dýrustu búðir borgarinnar og stærstu verslunarmiðstöð Katalóníu.

Umfjöllum um hugmynd Vidal kom í stærsta blaði Katalóníu, La Vanguardia. Hér má sjá mynd af vellinum og hér má sjá grafískt myndband þar sem sést hvernig völlurinn myndi líta út.

Það fylgir sögunni að forráðamenn Barcelona eru ekki sannfærðir og ekki í samvinnu við Vidal. Þeir ætla áfram að reyna að stækka núverandi Nývang eftir hugmyndum breska arkitektsins Norman Foster.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×