Markalaust í Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2009 18:26 Frank Lampard og Lionel Messi í baráttunni í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Barcelona og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Nou Camp í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen var í leikmannahópi Barcelona en kom ekki við sögu í leiknum. Didier Drogba fékk besta færi Chelsea í leiknum er hann slapp einn gegn markverði Börsunga eftir varnarmistök. Victor Valdes varði hins vegar frá Drogba í tvígang. Varamaðurinn Bojan Krkic komst svo nálægt því að tryggja Börsungum sigur í leiknum en hann skallaði yfir af stuttu færi. Annar varamaður, Alexander Hleb, var svo nálægt því að sleppa einn inn fyrir í uppbótartíma en hann fór einnig illa með ágætt færi. Annars var síðari hálfleikur afar tíðindalítill og í raun fátt sem gladdi augað eftir þokkalegan fyrri hálfleik. Barcelona byrjaði leikinn betur og komst snemma í gott færi en Frank Lampard var ekki lengi að svara fyrir gestina frá Lundúnum með ágætu skoti. Lionel Messi er af mörgum talinn besti leikmaður heims og stuðningsmenn Chelea voru uggandi vegna þess að Ashley Cole myndi ekki spila í leiknum. Þess í stað var Jose Bosingwa settur til höfuðs Messi. Messi komst fljótlega í hættulega stöðu á hægri kantinum og neyddist Bosingwa til að brjóta á honum rétt utan vítateigs. Hann var heppinn að sleppa við að fá áminningu en ekkert kom úr aukaspyrnu Börsunga. Börsungar sóttu mikið í kjölfarið en gekk þó illa að skapa sér almennilegt færi. Það gerði Chelsea hins vegar undir lok fyrri hálfleiksins. Rafael Marquez gerði mikil mistök er hann reyndi að koma boltanum á Victor Valdes markvörð. Didier Drogba komst inn í sendinguna og átti var þar með kominn einn gegn Valdes. Hann lét skotið vaða en Valdes varði. Drogba náði frákastinu en aftur var Valdes á tánum og náði að bægja hættunni frá. Chelsea fékk svo ágætt færi í upphafi síðari hálfleiks. Liðið fékk aukaspyrnu rétt utan teigs en Michael Ballack skallaði yfir markið. Annars byrjaði síðari hálfleikur mjög rólega og afar lítið um færi. Helst var tíðindavert að Rafael Marquez þurfti að fara af velli vegna meiðsla og þá ákvað Guus Hiddink, stjóri Chelsea, að taka Frank Lampard af velli þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og setja Juliano Belletti inn í hans stað. Lionel Messi sást lítið sem ekkert í síðari hálfleik en varnarleikur þeirra ensku var mjög þéttur. Bestu færi Barcelona komu í uppbótartíma og þau fengu bæði varamenn liðsins. Fyrst átti Bojan Krkic skalla af mjög stuttu færi eftir sendingu frá Dani Alves en hann hitti ekki markið. Þá komst Alexander Hleb í góða stöðu en fór illa að ráði sínu. Markalaust jafntefli því niðurstaðan sem verða að teljast góð úrslit fyrir Chelsea en síðari leikurinn fer fram í Lundúnum. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Alves, Pique, Marquez, Abidal, Toure, Xavi, Iniesta, Messi, Henry, Eto'o.Varamenn: Jorquera, Puyol, Eiður Smári Guðjohnsen, Bojan, Keita, Silvinho, Hleb.Byrjunarlið Chelsea: Cech, Ivanovic, Terry, Alex, Bosingwa, Lampard, Mikel, Ballack, Essien, Malouda, Drogba.Varamenn: Hilario, Di Santo, Kalou, Belletti, Anelka, Mancienne, Stoch. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sjá meira
Barcelona og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Nou Camp í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen var í leikmannahópi Barcelona en kom ekki við sögu í leiknum. Didier Drogba fékk besta færi Chelsea í leiknum er hann slapp einn gegn markverði Börsunga eftir varnarmistök. Victor Valdes varði hins vegar frá Drogba í tvígang. Varamaðurinn Bojan Krkic komst svo nálægt því að tryggja Börsungum sigur í leiknum en hann skallaði yfir af stuttu færi. Annar varamaður, Alexander Hleb, var svo nálægt því að sleppa einn inn fyrir í uppbótartíma en hann fór einnig illa með ágætt færi. Annars var síðari hálfleikur afar tíðindalítill og í raun fátt sem gladdi augað eftir þokkalegan fyrri hálfleik. Barcelona byrjaði leikinn betur og komst snemma í gott færi en Frank Lampard var ekki lengi að svara fyrir gestina frá Lundúnum með ágætu skoti. Lionel Messi er af mörgum talinn besti leikmaður heims og stuðningsmenn Chelea voru uggandi vegna þess að Ashley Cole myndi ekki spila í leiknum. Þess í stað var Jose Bosingwa settur til höfuðs Messi. Messi komst fljótlega í hættulega stöðu á hægri kantinum og neyddist Bosingwa til að brjóta á honum rétt utan vítateigs. Hann var heppinn að sleppa við að fá áminningu en ekkert kom úr aukaspyrnu Börsunga. Börsungar sóttu mikið í kjölfarið en gekk þó illa að skapa sér almennilegt færi. Það gerði Chelsea hins vegar undir lok fyrri hálfleiksins. Rafael Marquez gerði mikil mistök er hann reyndi að koma boltanum á Victor Valdes markvörð. Didier Drogba komst inn í sendinguna og átti var þar með kominn einn gegn Valdes. Hann lét skotið vaða en Valdes varði. Drogba náði frákastinu en aftur var Valdes á tánum og náði að bægja hættunni frá. Chelsea fékk svo ágætt færi í upphafi síðari hálfleiks. Liðið fékk aukaspyrnu rétt utan teigs en Michael Ballack skallaði yfir markið. Annars byrjaði síðari hálfleikur mjög rólega og afar lítið um færi. Helst var tíðindavert að Rafael Marquez þurfti að fara af velli vegna meiðsla og þá ákvað Guus Hiddink, stjóri Chelsea, að taka Frank Lampard af velli þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og setja Juliano Belletti inn í hans stað. Lionel Messi sást lítið sem ekkert í síðari hálfleik en varnarleikur þeirra ensku var mjög þéttur. Bestu færi Barcelona komu í uppbótartíma og þau fengu bæði varamenn liðsins. Fyrst átti Bojan Krkic skalla af mjög stuttu færi eftir sendingu frá Dani Alves en hann hitti ekki markið. Þá komst Alexander Hleb í góða stöðu en fór illa að ráði sínu. Markalaust jafntefli því niðurstaðan sem verða að teljast góð úrslit fyrir Chelsea en síðari leikurinn fer fram í Lundúnum. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Alves, Pique, Marquez, Abidal, Toure, Xavi, Iniesta, Messi, Henry, Eto'o.Varamenn: Jorquera, Puyol, Eiður Smári Guðjohnsen, Bojan, Keita, Silvinho, Hleb.Byrjunarlið Chelsea: Cech, Ivanovic, Terry, Alex, Bosingwa, Lampard, Mikel, Ballack, Essien, Malouda, Drogba.Varamenn: Hilario, Di Santo, Kalou, Belletti, Anelka, Mancienne, Stoch.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Sjá meira