Markalaust í Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2009 18:26 Frank Lampard og Lionel Messi í baráttunni í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Barcelona og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Nou Camp í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen var í leikmannahópi Barcelona en kom ekki við sögu í leiknum. Didier Drogba fékk besta færi Chelsea í leiknum er hann slapp einn gegn markverði Börsunga eftir varnarmistök. Victor Valdes varði hins vegar frá Drogba í tvígang. Varamaðurinn Bojan Krkic komst svo nálægt því að tryggja Börsungum sigur í leiknum en hann skallaði yfir af stuttu færi. Annar varamaður, Alexander Hleb, var svo nálægt því að sleppa einn inn fyrir í uppbótartíma en hann fór einnig illa með ágætt færi. Annars var síðari hálfleikur afar tíðindalítill og í raun fátt sem gladdi augað eftir þokkalegan fyrri hálfleik. Barcelona byrjaði leikinn betur og komst snemma í gott færi en Frank Lampard var ekki lengi að svara fyrir gestina frá Lundúnum með ágætu skoti. Lionel Messi er af mörgum talinn besti leikmaður heims og stuðningsmenn Chelea voru uggandi vegna þess að Ashley Cole myndi ekki spila í leiknum. Þess í stað var Jose Bosingwa settur til höfuðs Messi. Messi komst fljótlega í hættulega stöðu á hægri kantinum og neyddist Bosingwa til að brjóta á honum rétt utan vítateigs. Hann var heppinn að sleppa við að fá áminningu en ekkert kom úr aukaspyrnu Börsunga. Börsungar sóttu mikið í kjölfarið en gekk þó illa að skapa sér almennilegt færi. Það gerði Chelsea hins vegar undir lok fyrri hálfleiksins. Rafael Marquez gerði mikil mistök er hann reyndi að koma boltanum á Victor Valdes markvörð. Didier Drogba komst inn í sendinguna og átti var þar með kominn einn gegn Valdes. Hann lét skotið vaða en Valdes varði. Drogba náði frákastinu en aftur var Valdes á tánum og náði að bægja hættunni frá. Chelsea fékk svo ágætt færi í upphafi síðari hálfleiks. Liðið fékk aukaspyrnu rétt utan teigs en Michael Ballack skallaði yfir markið. Annars byrjaði síðari hálfleikur mjög rólega og afar lítið um færi. Helst var tíðindavert að Rafael Marquez þurfti að fara af velli vegna meiðsla og þá ákvað Guus Hiddink, stjóri Chelsea, að taka Frank Lampard af velli þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og setja Juliano Belletti inn í hans stað. Lionel Messi sást lítið sem ekkert í síðari hálfleik en varnarleikur þeirra ensku var mjög þéttur. Bestu færi Barcelona komu í uppbótartíma og þau fengu bæði varamenn liðsins. Fyrst átti Bojan Krkic skalla af mjög stuttu færi eftir sendingu frá Dani Alves en hann hitti ekki markið. Þá komst Alexander Hleb í góða stöðu en fór illa að ráði sínu. Markalaust jafntefli því niðurstaðan sem verða að teljast góð úrslit fyrir Chelsea en síðari leikurinn fer fram í Lundúnum. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Alves, Pique, Marquez, Abidal, Toure, Xavi, Iniesta, Messi, Henry, Eto'o.Varamenn: Jorquera, Puyol, Eiður Smári Guðjohnsen, Bojan, Keita, Silvinho, Hleb.Byrjunarlið Chelsea: Cech, Ivanovic, Terry, Alex, Bosingwa, Lampard, Mikel, Ballack, Essien, Malouda, Drogba.Varamenn: Hilario, Di Santo, Kalou, Belletti, Anelka, Mancienne, Stoch. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Barcelona og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Nou Camp í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen var í leikmannahópi Barcelona en kom ekki við sögu í leiknum. Didier Drogba fékk besta færi Chelsea í leiknum er hann slapp einn gegn markverði Börsunga eftir varnarmistök. Victor Valdes varði hins vegar frá Drogba í tvígang. Varamaðurinn Bojan Krkic komst svo nálægt því að tryggja Börsungum sigur í leiknum en hann skallaði yfir af stuttu færi. Annar varamaður, Alexander Hleb, var svo nálægt því að sleppa einn inn fyrir í uppbótartíma en hann fór einnig illa með ágætt færi. Annars var síðari hálfleikur afar tíðindalítill og í raun fátt sem gladdi augað eftir þokkalegan fyrri hálfleik. Barcelona byrjaði leikinn betur og komst snemma í gott færi en Frank Lampard var ekki lengi að svara fyrir gestina frá Lundúnum með ágætu skoti. Lionel Messi er af mörgum talinn besti leikmaður heims og stuðningsmenn Chelea voru uggandi vegna þess að Ashley Cole myndi ekki spila í leiknum. Þess í stað var Jose Bosingwa settur til höfuðs Messi. Messi komst fljótlega í hættulega stöðu á hægri kantinum og neyddist Bosingwa til að brjóta á honum rétt utan vítateigs. Hann var heppinn að sleppa við að fá áminningu en ekkert kom úr aukaspyrnu Börsunga. Börsungar sóttu mikið í kjölfarið en gekk þó illa að skapa sér almennilegt færi. Það gerði Chelsea hins vegar undir lok fyrri hálfleiksins. Rafael Marquez gerði mikil mistök er hann reyndi að koma boltanum á Victor Valdes markvörð. Didier Drogba komst inn í sendinguna og átti var þar með kominn einn gegn Valdes. Hann lét skotið vaða en Valdes varði. Drogba náði frákastinu en aftur var Valdes á tánum og náði að bægja hættunni frá. Chelsea fékk svo ágætt færi í upphafi síðari hálfleiks. Liðið fékk aukaspyrnu rétt utan teigs en Michael Ballack skallaði yfir markið. Annars byrjaði síðari hálfleikur mjög rólega og afar lítið um færi. Helst var tíðindavert að Rafael Marquez þurfti að fara af velli vegna meiðsla og þá ákvað Guus Hiddink, stjóri Chelsea, að taka Frank Lampard af velli þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og setja Juliano Belletti inn í hans stað. Lionel Messi sást lítið sem ekkert í síðari hálfleik en varnarleikur þeirra ensku var mjög þéttur. Bestu færi Barcelona komu í uppbótartíma og þau fengu bæði varamenn liðsins. Fyrst átti Bojan Krkic skalla af mjög stuttu færi eftir sendingu frá Dani Alves en hann hitti ekki markið. Þá komst Alexander Hleb í góða stöðu en fór illa að ráði sínu. Markalaust jafntefli því niðurstaðan sem verða að teljast góð úrslit fyrir Chelsea en síðari leikurinn fer fram í Lundúnum. Byrjunarlið Barcelona: Valdes, Alves, Pique, Marquez, Abidal, Toure, Xavi, Iniesta, Messi, Henry, Eto'o.Varamenn: Jorquera, Puyol, Eiður Smári Guðjohnsen, Bojan, Keita, Silvinho, Hleb.Byrjunarlið Chelsea: Cech, Ivanovic, Terry, Alex, Bosingwa, Lampard, Mikel, Ballack, Essien, Malouda, Drogba.Varamenn: Hilario, Di Santo, Kalou, Belletti, Anelka, Mancienne, Stoch.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira