Fótbolti

Börsungar með sex stiga forystu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sergio Ramos og Kun Aguero í leiknum í kvöld.
Sergio Ramos og Kun Aguero í leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP
Barcelona náði sex stiga forystu í kvöld eftir sigur á Athletic Bilbao, 2-0, í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Á sama tíma gerði Real Madrid jafntefli við granna sína í Atletico Madrid, 1-1.

Eiður Smári Guðjohnsen var á meðal varamanna Barcelona í kvöld en kom inn fyrir Andrés Iniesta á 82. mínútu.

Sergio Busquets kom Börsungum yfir á 17. mínútu en Lionel Messi jók muninn stundarfjórðungi síðar úr vítaspyrnu.

Real Madrid var stálheppið að sleppa við jafntefli við Atletico á heimavelli sínum í kvöld. Diego Forlan kom gestunum yfir með marki eftir sendingu frá Kun Aguero.

Klaas-Jan Huntelaar jafnaði svo metin á 57. mínútu en markið þótti umdeilt þar sem svo virtist sem að hann hafi verið rangstæður þegar hann fékk sendinguna.

Aguero fékk svo fjölda færa til að tryggja sínum mönnum sigur en allt kom fyrir ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×