Fótbolti

Real Madrid hrökk í stuð fyrir framan NBA-stjörnurnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Karim Benzema unnu vel saman í marki Ronaldo.
Cristiano Ronaldo og Karim Benzema unnu vel saman í marki Ronaldo. Mynd/AFP
Real Madrid vann 5-1 sigur á Toronto FC í Toronto í Kanada í nótt en Toronto-liðið spilar í bandarísku MLS-deildinni. Meðal 22 þúsund áhorfenda voru NBA-stjörnurnar Steve Nash og Chris Bosh.

Real Madrid liðið tók völdin strax í byrjun leiksins og var komið í 3-0 eftir 26 mínútum þökk sé tveimur mörkum frá Raul og einu frá Cristiano Ronaldo. Karim Benzema (65. mínúta) og Arjen Robben (86.) innsigluðu svo sigurinn í seinni hálfleik.

Þetta var fyrsta mark Cristiano Ronaldo fyrir Real Madrid í opnum leik en hafði skorað úr vítaspyrnum í síðustu tveimur leikjum. Markið skoraði Ronaldo eftir frábæra samvinnu við Karim Benzema.

Real Madrid mætir DC United, í síðasta æfingaleik sínum í Bandaríkjunum og Kanada, aðfaranótt mánudagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×