Senn er sigruð þraut Bergsteinn Sigurðsson. skrifar 6. febrúar 2009 06:00 Það er frost á Fróni í öllum mögulegum skilningi. Eftir nokkurra mánaða skeið af þræsingi og garra kveikti fólk elda við Alþingi til að ylja sér við. Búsáhaldabyltingin var dásamleg birtingarmynd þess að það er hægt að þíða hrímað hjarta í heilli þjóð. Ylurinn var ekki fyrr farinn að breiðast frá hjartanu og út í krókna útlimi en heilinn - sem öllu ræður - ákvað að hlusta á æðasláttinn og verða við kröfum hans. Bóndi minn þitt bú, betur stunda þú. Um leið lægði storminn en að sama skapi slokknaði bálið. Nú er dottið á logn; heiðbjört en hrollköld stilla. Ísland ber sannarlega nafn með rentu þessa dagana, þegar allt snýst um frystikistur, jöklabréf, frystingu eigna og skulda, botnfreðnar lánalínur, köld samskipti við vinaþjóðir og þar fram eftir götunum. Það er léttir að vera laus undan bylnum, þótt það sé napurt. En kuldinn er lævís; Kári þarf ekki að vera í jötunmóð til að smjúga gegnum merg og bein; blóðið sem fyrir skömmu rann ólgandi í æðum þykknar upp og streymir hægar; fætur sem eftir áratuga kyrrstöðu voru farnir að hugsa sér til hreyfings frjósa aftur í sömu sporum. Frostið heldur öllu í sama horfinu; það þarf ekki að æðrast yfir aflatjóni eða harma hlutinn sinn þegar allt er í klakaböndum. Það er ekki langt til kosninga en það er brýnt að þeir sem tóku þátt í að magna seiðinn sem knúði þær fram leggist ekki í híði fram í apríl. Nú þegar eru farnar að myndast frostrósir á framrúðu janúarbyltingarinnar. Þeir sem neyddust til að játa sig sigraða fyrir aðeins nokkrum dögum eru farnir að setja sig í kunnuglegar stellingar. Þeir gæta sín vísast á því að sparka fólkinu ekki aftur út; þeir vita að þá neyðist það til að kveikja aftur elda. En meðan fólkið bíður í forstofunni eftir því að verða hleypt inn munu þeir freista þess að opna bakdyrnar og hleypa út hitanum sem safnaðist upp á undanförnum fjórum mánuðum. Þessa aðför þarf að standast. Ekki bíða átekta og leyfa þeim að breyta deiglupottinum í frystiklefa; ekki þiggja hlutskipti kolbítsins; standið keik og berjið klakabrynjuna af jafnóðum og hún myndast. Haldið vöku ykkar og einbeitni til aprílloka. Þá er komið vor. Þá verður ísinn brotinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun
Það er frost á Fróni í öllum mögulegum skilningi. Eftir nokkurra mánaða skeið af þræsingi og garra kveikti fólk elda við Alþingi til að ylja sér við. Búsáhaldabyltingin var dásamleg birtingarmynd þess að það er hægt að þíða hrímað hjarta í heilli þjóð. Ylurinn var ekki fyrr farinn að breiðast frá hjartanu og út í krókna útlimi en heilinn - sem öllu ræður - ákvað að hlusta á æðasláttinn og verða við kröfum hans. Bóndi minn þitt bú, betur stunda þú. Um leið lægði storminn en að sama skapi slokknaði bálið. Nú er dottið á logn; heiðbjört en hrollköld stilla. Ísland ber sannarlega nafn með rentu þessa dagana, þegar allt snýst um frystikistur, jöklabréf, frystingu eigna og skulda, botnfreðnar lánalínur, köld samskipti við vinaþjóðir og þar fram eftir götunum. Það er léttir að vera laus undan bylnum, þótt það sé napurt. En kuldinn er lævís; Kári þarf ekki að vera í jötunmóð til að smjúga gegnum merg og bein; blóðið sem fyrir skömmu rann ólgandi í æðum þykknar upp og streymir hægar; fætur sem eftir áratuga kyrrstöðu voru farnir að hugsa sér til hreyfings frjósa aftur í sömu sporum. Frostið heldur öllu í sama horfinu; það þarf ekki að æðrast yfir aflatjóni eða harma hlutinn sinn þegar allt er í klakaböndum. Það er ekki langt til kosninga en það er brýnt að þeir sem tóku þátt í að magna seiðinn sem knúði þær fram leggist ekki í híði fram í apríl. Nú þegar eru farnar að myndast frostrósir á framrúðu janúarbyltingarinnar. Þeir sem neyddust til að játa sig sigraða fyrir aðeins nokkrum dögum eru farnir að setja sig í kunnuglegar stellingar. Þeir gæta sín vísast á því að sparka fólkinu ekki aftur út; þeir vita að þá neyðist það til að kveikja aftur elda. En meðan fólkið bíður í forstofunni eftir því að verða hleypt inn munu þeir freista þess að opna bakdyrnar og hleypa út hitanum sem safnaðist upp á undanförnum fjórum mánuðum. Þessa aðför þarf að standast. Ekki bíða átekta og leyfa þeim að breyta deiglupottinum í frystiklefa; ekki þiggja hlutskipti kolbítsins; standið keik og berjið klakabrynjuna af jafnóðum og hún myndast. Haldið vöku ykkar og einbeitni til aprílloka. Þá er komið vor. Þá verður ísinn brotinn.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun