Breska FSA kannar sölu á JJB Sports hlutum til Kaupþings 18. september 2009 08:46 Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur boðað Chris Ronnie fyrrverandi forstjóra JJB Sports á sinn fund í næstu viku til að ræða sölu hans á hlutum í JJB Sports til Kaupþings. Eins og áður hefur komið fram var Ronnie viðskiptafélagi Exista í Bretlandi og um tíma átti hann og Exist um 30% hlut í JJB Sports. Í frétt um málið í Financial Times segir að þegar Ronnie seldi hlutinn til Kaupþings á sínum tíma hafi hann ekki látið stjórn félagsins vita af þeirri sölu. Hann var samt aldrei kærður fyrir þessi viðskipti. Fram kemur í fréttinni að þessi fundur hjá FSA sé ekki tengdur þeim rannsóknum sem bæði breska efnahagsbrotalögreglan (SFO) og breska samkeppniseftirlitið (OFT) eru með í gangi um hvort JJB Sports og Sports Direct hafi haft með sér verðsamráð á breska íþróttavörumarkaðinum í krafti ráðandi stöðu sinnar þar. Von er á mönnum frá SFO til Íslands á næstunni í tengslum við þá rannsókn sem og önnur mál sem tengjast aðdragenda íslenska bankahrunsins s.l. haust. Það kemur ekki fram í fréttinni hvenær umrædd sala fór fram en skömmu eftir áramótin leysti Kaupþing til sín hlut Ronnie og Exista í JJB Sports með veðkalli. Sjálfur sagði Chris Ronnie fyrr í vikunni að verið væri að gera hann að blóraböggli í rannsóknum SFO og OFT. Lögmaður hans, Tony Barnfather segir í samtali við Financial Times að rannsókn SFO beinist ekki að glæpsamlegu athæfi Ronnie. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur boðað Chris Ronnie fyrrverandi forstjóra JJB Sports á sinn fund í næstu viku til að ræða sölu hans á hlutum í JJB Sports til Kaupþings. Eins og áður hefur komið fram var Ronnie viðskiptafélagi Exista í Bretlandi og um tíma átti hann og Exist um 30% hlut í JJB Sports. Í frétt um málið í Financial Times segir að þegar Ronnie seldi hlutinn til Kaupþings á sínum tíma hafi hann ekki látið stjórn félagsins vita af þeirri sölu. Hann var samt aldrei kærður fyrir þessi viðskipti. Fram kemur í fréttinni að þessi fundur hjá FSA sé ekki tengdur þeim rannsóknum sem bæði breska efnahagsbrotalögreglan (SFO) og breska samkeppniseftirlitið (OFT) eru með í gangi um hvort JJB Sports og Sports Direct hafi haft með sér verðsamráð á breska íþróttavörumarkaðinum í krafti ráðandi stöðu sinnar þar. Von er á mönnum frá SFO til Íslands á næstunni í tengslum við þá rannsókn sem og önnur mál sem tengjast aðdragenda íslenska bankahrunsins s.l. haust. Það kemur ekki fram í fréttinni hvenær umrædd sala fór fram en skömmu eftir áramótin leysti Kaupþing til sín hlut Ronnie og Exista í JJB Sports með veðkalli. Sjálfur sagði Chris Ronnie fyrr í vikunni að verið væri að gera hann að blóraböggli í rannsóknum SFO og OFT. Lögmaður hans, Tony Barnfather segir í samtali við Financial Times að rannsókn SFO beinist ekki að glæpsamlegu athæfi Ronnie.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira