Hlutabréfamarkaður í London á fljúgandi ferð Gunnar Örn Jónsson skrifar 22. júlí 2009 20:29 FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London, er nú á fljúgandi ferð, í jákvæðum skilningi. Vísitalan hefur hækkað samfleytt undanfarna átta viðskiptadaga, slíkt hefur ekki gerst í heil fimm ár. Vísitalan hefur hækkað um 9% síðan í byrjun síðustu viku. Það er Sky fréttaveitan sem greinir frá þessu. Síðast náði FTSE 100 vísitalan álíka flugi í desember 2003 og í byrjun árs 2004. Footsie vísitalan, eins og hún er gjarnan kölluð, hefur rétt ansi vel úr kútnum síðan 3. mars síðastliðinn. Þá náði vísitalan sínu lægsta gildi eftir að lánsfjárkrísan hófst, seinni hluta árs 2007. Þann 3. mars stóð vísitalan í 3.500 stigum en er nú 4.493,7 stig, sem er hækkun um 28,4% á rúmum fjórum mánuðum. Markaðir í London og New York hafa notið góðs af frábærum afkomufréttum einstakra fyrirtækja. Markaðsaðilar hafa flestir hækkað spár sínar um gengi hlutabréfa á mörkuðum og hafa góðar fréttir af fjármálamörkuðum og afkomum stórra banka, sitt að segja í þeirri spá. Sérfræðingur í City, aðalfjármálahverfi Lundúna, lét þessi orð falla í viðtali við Sky fréttastofuna: „Það hefur verið algjörlega frábært skrið á mörkuðum, en sú staðreynd að vísitalan hefur ekki enn brotið 4.500 stiga múrinn sýnir að fjárfestar eru enn jarðbundnir hvað varðar stöðuna í hagkerfum heimsins." Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London, er nú á fljúgandi ferð, í jákvæðum skilningi. Vísitalan hefur hækkað samfleytt undanfarna átta viðskiptadaga, slíkt hefur ekki gerst í heil fimm ár. Vísitalan hefur hækkað um 9% síðan í byrjun síðustu viku. Það er Sky fréttaveitan sem greinir frá þessu. Síðast náði FTSE 100 vísitalan álíka flugi í desember 2003 og í byrjun árs 2004. Footsie vísitalan, eins og hún er gjarnan kölluð, hefur rétt ansi vel úr kútnum síðan 3. mars síðastliðinn. Þá náði vísitalan sínu lægsta gildi eftir að lánsfjárkrísan hófst, seinni hluta árs 2007. Þann 3. mars stóð vísitalan í 3.500 stigum en er nú 4.493,7 stig, sem er hækkun um 28,4% á rúmum fjórum mánuðum. Markaðir í London og New York hafa notið góðs af frábærum afkomufréttum einstakra fyrirtækja. Markaðsaðilar hafa flestir hækkað spár sínar um gengi hlutabréfa á mörkuðum og hafa góðar fréttir af fjármálamörkuðum og afkomum stórra banka, sitt að segja í þeirri spá. Sérfræðingur í City, aðalfjármálahverfi Lundúna, lét þessi orð falla í viðtali við Sky fréttastofuna: „Það hefur verið algjörlega frábært skrið á mörkuðum, en sú staðreynd að vísitalan hefur ekki enn brotið 4.500 stiga múrinn sýnir að fjárfestar eru enn jarðbundnir hvað varðar stöðuna í hagkerfum heimsins."
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira