Röskva kallar eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar 14. apríl 2009 11:12 Stúdentar fóru í setuverkfall fyrr í apríl til að knýja á um lausn sinna mála. Mynd/ Anton Brink. „Stúdentum við Háskóla Íslands virðist hrunið rétt að hefjast. Þúsundir þeirra sjá fram á atvinnu - og jafnvel tekjuleysi í sumar en ríkisstjórnin er tvístígandi og frestar í sífellu ákvörðun. Örvænting grípur um sig meðal stúdenta sem margir hverjir hafa fjölskyldur á sínu framfæri og afborganir og skuldabyrði á bakinu líkt og aðrir samfélagsþegnar," segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir, oddviti Röskvu, í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Bergþóra spyr sig að því endurreisn hverrja sé hafin þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segi að endurreisn íslensks samfélags sé hafin. „Þrátt fyrir að í landinu sé nú yfirlýst velferðar- og jafnaðarstjórn hefur mismunun meðal stúdenta jafnvel aldrei verið meiri. Einkareknu skólarnir hafa allir brugðist við og munu bjóða upp á nám í sumar. Í raun stendur ríkið straum af kostnaðinum sem hlýst af sumarönnunum þrátt fyrir að þessir skólar eigi að heita einkareknir: forsenda þess að þeir geti tekið sjálfstæða ákvörðun um sumarannir er nefnilega skólagjöldin - skólagjöldin sem hinn ríkisrekni Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar stúdentum fyrir," segir Bergþóra. Hún bendir á að á sama tíma sjái ríkið sér ekki fært að greiða framfærslulán til stúdenta í þjóðarháskólanum, Háskóla Íslands, sem sé háður beinum fjárframlögum frá ríkinu. Þeir stúdentar séu því upp á náð og miskunn félagsþjónustunnar komnir. „Er það virkilega stefna ríkisstjórnarinnar að dýpka enn gjána í íslensku samfélagi? Er það virkilega stefna ríkisstjórnarinnar að auka misskiptingu? Er það virkilega stefna ríkissstjórnarinnar að einkavæða menntakerfið hægt og bítandi með því að sjá til þess að einkareknu skólarnir njóti ávallt forréttinda umfram og á kostnað ríkisskólanna?" spyr Bergþóra. Hún segir að sé þetta ekki stefna ríkisstjórnarinnar verði hún að bregðast hratt við og leiðrétta þetta misrétti. Kosningar 2009 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Sjá meira
„Stúdentum við Háskóla Íslands virðist hrunið rétt að hefjast. Þúsundir þeirra sjá fram á atvinnu - og jafnvel tekjuleysi í sumar en ríkisstjórnin er tvístígandi og frestar í sífellu ákvörðun. Örvænting grípur um sig meðal stúdenta sem margir hverjir hafa fjölskyldur á sínu framfæri og afborganir og skuldabyrði á bakinu líkt og aðrir samfélagsþegnar," segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir, oddviti Röskvu, í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Bergþóra spyr sig að því endurreisn hverrja sé hafin þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segi að endurreisn íslensks samfélags sé hafin. „Þrátt fyrir að í landinu sé nú yfirlýst velferðar- og jafnaðarstjórn hefur mismunun meðal stúdenta jafnvel aldrei verið meiri. Einkareknu skólarnir hafa allir brugðist við og munu bjóða upp á nám í sumar. Í raun stendur ríkið straum af kostnaðinum sem hlýst af sumarönnunum þrátt fyrir að þessir skólar eigi að heita einkareknir: forsenda þess að þeir geti tekið sjálfstæða ákvörðun um sumarannir er nefnilega skólagjöldin - skólagjöldin sem hinn ríkisrekni Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar stúdentum fyrir," segir Bergþóra. Hún bendir á að á sama tíma sjái ríkið sér ekki fært að greiða framfærslulán til stúdenta í þjóðarháskólanum, Háskóla Íslands, sem sé háður beinum fjárframlögum frá ríkinu. Þeir stúdentar séu því upp á náð og miskunn félagsþjónustunnar komnir. „Er það virkilega stefna ríkisstjórnarinnar að dýpka enn gjána í íslensku samfélagi? Er það virkilega stefna ríkisstjórnarinnar að auka misskiptingu? Er það virkilega stefna ríkissstjórnarinnar að einkavæða menntakerfið hægt og bítandi með því að sjá til þess að einkareknu skólarnir njóti ávallt forréttinda umfram og á kostnað ríkisskólanna?" spyr Bergþóra. Hún segir að sé þetta ekki stefna ríkisstjórnarinnar verði hún að bregðast hratt við og leiðrétta þetta misrétti.
Kosningar 2009 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Sjá meira