Norðmenn íhuga olíuleit við Jan Mayen 22. september 2009 09:35 Í dag mun sendinefnd frá Noregi með Terje Riis-Johansen olíu- og orkumálaráðherra landsins í broddi fylkingar heimsækja Jan Mayen. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni e24.no eru Norðmenn nú að íhuga olíuleit á Jan Mayen hryggnum í framhaldi af áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Fram kemur í fréttinni að olíuleit Íslendinga á Jan Mayen hryggnum, sem Drekasvæðið tilheyrir, hafi komið flatt upp á hinn alþjóðlega olíuiðnað. Bente Nyland forstjóri olíudeildar ráðuneytisns segir að enn sé ekki mögulegt fyrir þá að meta möguleikana á olíuvinnslu við Jan Mayen með þeim gögnum sem tiltæk eru. Nyland segir að það þurfi að finnast olía í verulegu magni á þessu svæði til að olíuvinnsla borgi sig en vill ekki segja til um hvert það magn ætti að vera. Hún bendir hinsvegar á að „einhverjir" séu á þeirri skoðun að í Íslandshluta lögsögunnar sé mögulegt að finna olíulindir af sömu stærðargráðu og á Troll-svæðinu norska. Talið er að um 1,4 milljarðar tunna af olíu hafi verið undir Troll-svæðinu þegar það fannst. Vinnslan náði hámarki árið 2002 þegar 400.000 tunnum var dælt þar upp daglega. Fram kemur að Íslendingar og Norðmenn áttu með sér samstarf við upphaf níunda áratugarns á síðustu öld um rannsóknir á landgrunninu umhverfis Jan Mayen. Á árunum 2001 og 2008 hafi Íslendingar svo aflað sér frekari upplýsinga með rannsóknum. Raunar hafa Íslendingar þegar veitt tvö leyfi til olíuleitar og tilraunaborana á Drekasvæðinu. Upphaflega ætluðu þrír aðilar að stunda slíkt en Aker hefur dregið sig út úr hópnum. Eins og fram kemur á e24.no má búast við að umhverfisverndunarsamtök muni leggjast hart gegn olíuvinnslu við Jan Mayen. Bæði Norðurpólsstofnun Noregs (Norsk Polarinstitutt) og Náttúrurannsóknarstofnun landsins (NINA) segja að eyjan sé mikilvægt svæði fyrir sjófugla og annað dýralíf ofan og neðan sjávar. Þar að auki er hægt að stunda mikilvægar rannsóknir á loftslagsbreytingum á eyjunni. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Í dag mun sendinefnd frá Noregi með Terje Riis-Johansen olíu- og orkumálaráðherra landsins í broddi fylkingar heimsækja Jan Mayen. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni e24.no eru Norðmenn nú að íhuga olíuleit á Jan Mayen hryggnum í framhaldi af áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Fram kemur í fréttinni að olíuleit Íslendinga á Jan Mayen hryggnum, sem Drekasvæðið tilheyrir, hafi komið flatt upp á hinn alþjóðlega olíuiðnað. Bente Nyland forstjóri olíudeildar ráðuneytisns segir að enn sé ekki mögulegt fyrir þá að meta möguleikana á olíuvinnslu við Jan Mayen með þeim gögnum sem tiltæk eru. Nyland segir að það þurfi að finnast olía í verulegu magni á þessu svæði til að olíuvinnsla borgi sig en vill ekki segja til um hvert það magn ætti að vera. Hún bendir hinsvegar á að „einhverjir" séu á þeirri skoðun að í Íslandshluta lögsögunnar sé mögulegt að finna olíulindir af sömu stærðargráðu og á Troll-svæðinu norska. Talið er að um 1,4 milljarðar tunna af olíu hafi verið undir Troll-svæðinu þegar það fannst. Vinnslan náði hámarki árið 2002 þegar 400.000 tunnum var dælt þar upp daglega. Fram kemur að Íslendingar og Norðmenn áttu með sér samstarf við upphaf níunda áratugarns á síðustu öld um rannsóknir á landgrunninu umhverfis Jan Mayen. Á árunum 2001 og 2008 hafi Íslendingar svo aflað sér frekari upplýsinga með rannsóknum. Raunar hafa Íslendingar þegar veitt tvö leyfi til olíuleitar og tilraunaborana á Drekasvæðinu. Upphaflega ætluðu þrír aðilar að stunda slíkt en Aker hefur dregið sig út úr hópnum. Eins og fram kemur á e24.no má búast við að umhverfisverndunarsamtök muni leggjast hart gegn olíuvinnslu við Jan Mayen. Bæði Norðurpólsstofnun Noregs (Norsk Polarinstitutt) og Náttúrurannsóknarstofnun landsins (NINA) segja að eyjan sé mikilvægt svæði fyrir sjófugla og annað dýralíf ofan og neðan sjávar. Þar að auki er hægt að stunda mikilvægar rannsóknir á loftslagsbreytingum á eyjunni.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira