Fótbolti

Puyol: Ánægður með traustið sem félagið sýnir mér

Ómar Þorgeirsson skrifar
Carles Puyol.
Carles Puyol. Nordic photos/AFP

Varnarmaðurinn og fyrirliðinn Carles Puyol hefur framlengt samning sinn við Barcelona en hann nýr samningur hans er til ársins 2013.

Puyol hefur verið fastamaður í byrjunarliði Barcelona síðustu tíu ár en hann hefur unnið tíu stóra titla á þeim tíma, þar af tvo meistaradeildartitla, þrjá deildartitla og einn konungsbikar.

„Ég er gríðarlega ángæður og stoltur með það traust sem félagið sýnir mér. Stuðningsmenn félagsins eiga hafa líka sitt að segja með ákvörðun mína að vera áfram hjá félaginu," segir hinn 31 árs gamli Puyol sem hafði verið orðaður við Arsenal og Manchester City á meðan samningsviðræður hans við Börsunga drógust á langinn.

Leikmaðurinn er þó með klausu inn í nýja samningi sínum sem gefur félögum möguleikann á að kaupa upp samning hans á 10 milljónir evra. Það verður hins vegar að teljast líklegt að „herra Barcelona" verði áfram hjá félaginu næstu árin.

Með því að skrifa undir nýjan samning er Puyol kominn í hóp með þeim Lionel Messi, Victor Valdes og Xavi sem allir hafa fengið nýja og betri samninga hjá félaginu undanfarið. Andres Iniesta, Rafael Marquez og knattspyrnustjórinn Pep Guardiola eru allir í viðræðum um nýja samninga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×