Kristján Þór í formanninn 22. mars 2009 16:47 Kristján Þór Júlíusson, fyrsti maður á lista í Norðausturkjördæmi, gefur kost á sér í formann Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Beneditksson hefur þegar gefið út að hann sækist eftir formannsembættinu. Því verður þetta í fyrsta skiptið í átján ár sem barist verður um formannsembættið í Sjálfstæðisflokknum. Í yfirýsingu sem hann sendi frá sér segir Kristján orðrétt:Ég undirritaður, Kristján Þór Júlíusson alþingismaður, hef ákveðið að gefa kost á mér í kosningu til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt mestan hljómgrunn meðal þjóðarinnar þegar stefna hans hefur náð að flétta saman hagsmuni allra stétta, þéttbýlis og dreifbýlis sem og ólíkra aldurshópa. Því þarf forysta flokksins að endurspegla sem best þær ólíku aðstæður sem almenningur í landinu býr við. Ég hef síðastliðin 25 ár eða þar til ég tók sæti á Alþingi fyrir tveimur árum, helgað starfskrafta mína uppbyggingu sveitarfélaga og atvinnulífs á landsbyggðinni. Í því starfi skipti miklu að hafa trú á möguleikum hennar til að búa íbúunum góð lífsskilyrði. Ég tel að áratuga reynsla mín af því uppbyggingarstarfi, oft við erfiðar aðstæður, með íbúum og atvinnulífi, með fulltrúum annarra flokka, sé það sem íslensk þjóð og þar með Sjálfstæðisflokkurinn þurfi á að halda í dag. Ég hef aldrei fengið pólitískan frama eða völd á silfurfati, en mér hefur ávallt verið treyst fyrir ábyrgð og hef lagt mig fram um að standa undir henni. Stjórnmálamenn hafa undanfarna mánuði orðið fyrir mikilli og réttmætri gagnrýni almennings og vantraust hefur grafið um sig í þjóðfélaginu. Í kjölfarið hefur komið fram eðlileg krafa um ábyrgð og endurnýjun. Sjálfstæðisflokkurinn verður, eins og aðrir að læra af því sem aflaga fór og endurheimta það traust sem hann hefur ávallt notið hjá þjóðinni. Það mikla verkefni verður forysta Sjálfstæðisflokksins að leysa af auðmýkt og með hagsmuni allra stétta í huga. Ég er þess fullviss að störf mín að sveitarstjórnarmálum síðustu áratugi, sem í raun eru þverskurður landsmálanna og víðtæk reynsla af atvinnulífi Íslendinga til sjávar og sveita, nýtist í því uppbyggingarstarfi sem framundan er í íslensku samfélagi og auki þá breidd og víðsýni sem þarf að einkenna forystusveit Sjálfstæðisflokksins. Á þeim grunni er framboð mitt til formanns Sjálfstæðisflokksins byggt. Kristján Þór Júlíusson Kosningar 2009 Tengdar fréttir Kristján Þór hugsanlega í formannsslag Sjálfstæðismaðurinn og þingmaður Norðausturkjördæmis, Kristján Þór Júlíusson hefur boðað til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem hann mun kynna áform sín um forystukjör í Sjálfstæðisflokknum, eins og hann orðar það í tilkynningu. 22. mars 2009 11:00 Kristján Þór líklega í formannsframboð Heimildarmenn Vísis innan úr Sjálfstæðisflokknum segja að þeir búist við þvi að Kristján Þór Júlíusson muni bjóða sig fram til formanns á Landsfundi flokksins um næstu helgi. 22. mars 2009 13:01 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, fyrsti maður á lista í Norðausturkjördæmi, gefur kost á sér í formann Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Beneditksson hefur þegar gefið út að hann sækist eftir formannsembættinu. Því verður þetta í fyrsta skiptið í átján ár sem barist verður um formannsembættið í Sjálfstæðisflokknum. Í yfirýsingu sem hann sendi frá sér segir Kristján orðrétt:Ég undirritaður, Kristján Þór Júlíusson alþingismaður, hef ákveðið að gefa kost á mér í kosningu til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt mestan hljómgrunn meðal þjóðarinnar þegar stefna hans hefur náð að flétta saman hagsmuni allra stétta, þéttbýlis og dreifbýlis sem og ólíkra aldurshópa. Því þarf forysta flokksins að endurspegla sem best þær ólíku aðstæður sem almenningur í landinu býr við. Ég hef síðastliðin 25 ár eða þar til ég tók sæti á Alþingi fyrir tveimur árum, helgað starfskrafta mína uppbyggingu sveitarfélaga og atvinnulífs á landsbyggðinni. Í því starfi skipti miklu að hafa trú á möguleikum hennar til að búa íbúunum góð lífsskilyrði. Ég tel að áratuga reynsla mín af því uppbyggingarstarfi, oft við erfiðar aðstæður, með íbúum og atvinnulífi, með fulltrúum annarra flokka, sé það sem íslensk þjóð og þar með Sjálfstæðisflokkurinn þurfi á að halda í dag. Ég hef aldrei fengið pólitískan frama eða völd á silfurfati, en mér hefur ávallt verið treyst fyrir ábyrgð og hef lagt mig fram um að standa undir henni. Stjórnmálamenn hafa undanfarna mánuði orðið fyrir mikilli og réttmætri gagnrýni almennings og vantraust hefur grafið um sig í þjóðfélaginu. Í kjölfarið hefur komið fram eðlileg krafa um ábyrgð og endurnýjun. Sjálfstæðisflokkurinn verður, eins og aðrir að læra af því sem aflaga fór og endurheimta það traust sem hann hefur ávallt notið hjá þjóðinni. Það mikla verkefni verður forysta Sjálfstæðisflokksins að leysa af auðmýkt og með hagsmuni allra stétta í huga. Ég er þess fullviss að störf mín að sveitarstjórnarmálum síðustu áratugi, sem í raun eru þverskurður landsmálanna og víðtæk reynsla af atvinnulífi Íslendinga til sjávar og sveita, nýtist í því uppbyggingarstarfi sem framundan er í íslensku samfélagi og auki þá breidd og víðsýni sem þarf að einkenna forystusveit Sjálfstæðisflokksins. Á þeim grunni er framboð mitt til formanns Sjálfstæðisflokksins byggt. Kristján Þór Júlíusson
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Kristján Þór hugsanlega í formannsslag Sjálfstæðismaðurinn og þingmaður Norðausturkjördæmis, Kristján Þór Júlíusson hefur boðað til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem hann mun kynna áform sín um forystukjör í Sjálfstæðisflokknum, eins og hann orðar það í tilkynningu. 22. mars 2009 11:00 Kristján Þór líklega í formannsframboð Heimildarmenn Vísis innan úr Sjálfstæðisflokknum segja að þeir búist við þvi að Kristján Þór Júlíusson muni bjóða sig fram til formanns á Landsfundi flokksins um næstu helgi. 22. mars 2009 13:01 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Kristján Þór hugsanlega í formannsslag Sjálfstæðismaðurinn og þingmaður Norðausturkjördæmis, Kristján Þór Júlíusson hefur boðað til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem hann mun kynna áform sín um forystukjör í Sjálfstæðisflokknum, eins og hann orðar það í tilkynningu. 22. mars 2009 11:00
Kristján Þór líklega í formannsframboð Heimildarmenn Vísis innan úr Sjálfstæðisflokknum segja að þeir búist við þvi að Kristján Þór Júlíusson muni bjóða sig fram til formanns á Landsfundi flokksins um næstu helgi. 22. mars 2009 13:01