Millibankavextir undir 0,5% í fyrsta sinn 29. júlí 2009 08:10 Vextir sem bankar greiða þegar þeir lána hver öðrum fjármagn, betur þekktir sem LIBOR-vextir (London Interbank Offering Rate), fóru niður fyrir 0,5% í gær ef miðað er við þriggja mánaða LIBOR vexti í Bandaríkjadölum, en þetta ku vera í fyrsta skipti sem það gerist. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að þetta gefi vísbendingar um að aðgerðir bandaríska seðlabankans til að binda enda á tveggja ára vandræðaástand á lánsfjármörkuðum sé að skila árangri. Á mánudaginn lækkuðu áðurnefndir vextir úr 0,502% niður í 0,496%. Það sem af er ári hefur þessi tegund LIBOR vaxta lækkað um 0,93 prósentustig og 4,3 prósentustig frá því þeir náðu hámarki, í hita lánsfjárkreppunnar þann 10. október síðatliðinn en þá stóðu þeir í 4,82%. Á árunum 2006-2007 voru LIBOR vextirnir þó hærri og fóru hæst upp í 5,7% á árinu 2007. LIBOR vextir mynda gjarnan grunn á vöxtum ýmissa skuldbindinga banka, fyrirtækja og einstaklinga, að viðbættu ákveðnu álagi. Til dæmis eru fasteignalán í erlendri mynt sem íslensku bankarnir veittu að miklum meirihluta tengd við LIBOR vexti og alls eru fjármálagerningar að virði 360.000 milljarða dollara (sem jafngildir 45.000 trilljónum króna á gengi dagsins) um allan heiminn tengdir við LIBOR vexti. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttaveitunnar. Þegar millibankavextir til þriggja mánaða á dollurum, evrum, japönsku jeni og svissneskum franka eru skoðaðir sést að frá byrjun júlí í fyrra hafa vextir í dollurum og evrum og frönkum lækkað um ríflega 80% og um rúmlega helming í jeni. Sérfræðingur sem Bloomberg ræddi við telur að sú kerfisbundna áhætta sem skapaðist við fall Lehman Brothers síðasta haust sé jafnvel horfin, en er ekki jafn viss í sinni sök að markaðir séu búnir að jafna sig. Þá telur hann að vextir muni haldast lágir í fyrirsjáanlegri framtíð. Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Vextir sem bankar greiða þegar þeir lána hver öðrum fjármagn, betur þekktir sem LIBOR-vextir (London Interbank Offering Rate), fóru niður fyrir 0,5% í gær ef miðað er við þriggja mánaða LIBOR vexti í Bandaríkjadölum, en þetta ku vera í fyrsta skipti sem það gerist. Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í Hagsjá sinni. Þar segir að þetta gefi vísbendingar um að aðgerðir bandaríska seðlabankans til að binda enda á tveggja ára vandræðaástand á lánsfjármörkuðum sé að skila árangri. Á mánudaginn lækkuðu áðurnefndir vextir úr 0,502% niður í 0,496%. Það sem af er ári hefur þessi tegund LIBOR vaxta lækkað um 0,93 prósentustig og 4,3 prósentustig frá því þeir náðu hámarki, í hita lánsfjárkreppunnar þann 10. október síðatliðinn en þá stóðu þeir í 4,82%. Á árunum 2006-2007 voru LIBOR vextirnir þó hærri og fóru hæst upp í 5,7% á árinu 2007. LIBOR vextir mynda gjarnan grunn á vöxtum ýmissa skuldbindinga banka, fyrirtækja og einstaklinga, að viðbættu ákveðnu álagi. Til dæmis eru fasteignalán í erlendri mynt sem íslensku bankarnir veittu að miklum meirihluta tengd við LIBOR vexti og alls eru fjármálagerningar að virði 360.000 milljarða dollara (sem jafngildir 45.000 trilljónum króna á gengi dagsins) um allan heiminn tengdir við LIBOR vexti. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttaveitunnar. Þegar millibankavextir til þriggja mánaða á dollurum, evrum, japönsku jeni og svissneskum franka eru skoðaðir sést að frá byrjun júlí í fyrra hafa vextir í dollurum og evrum og frönkum lækkað um ríflega 80% og um rúmlega helming í jeni. Sérfræðingur sem Bloomberg ræddi við telur að sú kerfisbundna áhætta sem skapaðist við fall Lehman Brothers síðasta haust sé jafnvel horfin, en er ekki jafn viss í sinni sök að markaðir séu búnir að jafna sig. Þá telur hann að vextir muni haldast lágir í fyrirsjáanlegri framtíð.
Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira