JPMorgan selur hlut Kaupþings í Booker 29. maí 2009 08:27 JPMorgan Cazenove Ltd. hefur sett 22% hlut Kaupþings í verslunarkeðjunni Booker til sölu. Alls er um rúmlega 327 milljónir hluta að ræða og er söluverðið 28 til 30 pens á hlut. Verðmætið er þar með um 20 milljarðar kr. Fjallað er um málið bæði á Reuters og Bloomberg-fréttaveitunni. Þar segir að hlutirnir sem voru áður í eigu Singer & Friedlander bankans séu settir til sölu af hálfu PricewatwerhouseCoopers sem nú fer með stjórnina á þrotabúi bankans á eyjunni Mön. Reuters segist hafa heimildir fyrir því að kaupendur á hlutnum séu að mestu langtímafjárfestar sem eigi fyrir hluti í Booker. Bloomberg segir að Kaupþing hafi eignast fyrrgreindan hlut þegar Baugur seldi rúmlega 31% hlut sinn í Booker á síðasta ári. Verð á hlutum í Booker var óbreytt á markaðinum í London í morgun og stóð í rúmlega 30 pensum. Það hefur hækkað um 37% á undanförnum mánuðum. Við greindum frá því í gær að samkvæmt Reuters væri markaðsvirði Booker 507 milljónir punda. En samkvæmt verðinu á hlut í morgun er það um 460 milljónir punda eða um 92 milljarðar kr. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Varpa ljósi á umfang skuldsetningar Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
JPMorgan Cazenove Ltd. hefur sett 22% hlut Kaupþings í verslunarkeðjunni Booker til sölu. Alls er um rúmlega 327 milljónir hluta að ræða og er söluverðið 28 til 30 pens á hlut. Verðmætið er þar með um 20 milljarðar kr. Fjallað er um málið bæði á Reuters og Bloomberg-fréttaveitunni. Þar segir að hlutirnir sem voru áður í eigu Singer & Friedlander bankans séu settir til sölu af hálfu PricewatwerhouseCoopers sem nú fer með stjórnina á þrotabúi bankans á eyjunni Mön. Reuters segist hafa heimildir fyrir því að kaupendur á hlutnum séu að mestu langtímafjárfestar sem eigi fyrir hluti í Booker. Bloomberg segir að Kaupþing hafi eignast fyrrgreindan hlut þegar Baugur seldi rúmlega 31% hlut sinn í Booker á síðasta ári. Verð á hlutum í Booker var óbreytt á markaðinum í London í morgun og stóð í rúmlega 30 pensum. Það hefur hækkað um 37% á undanförnum mánuðum. Við greindum frá því í gær að samkvæmt Reuters væri markaðsvirði Booker 507 milljónir punda. En samkvæmt verðinu á hlut í morgun er það um 460 milljónir punda eða um 92 milljarðar kr.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Varpa ljósi á umfang skuldsetningar Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira