Hráolíuverð rauk upp á Gamlársdag 1. janúar 2009 16:15 Dælt á bílinn með viðeigandi höfuðbúnað. Mynd/AFP Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúm fjórtán prósent á bandarískum fjármálamörkuðum í gær, Gamlársdag. Rússneska ríkisorkufyrirtækið Gazprom á nokkurn þátt í þróun mála en verðið rauk upp eftir að það skrúfaði fyrir gasleiðslur til Úkraínu. Hætt er við að það geti valdið gasskorti í Evrópu. Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði við þetta um 5,57 dali á tunnu, sem jafngildir 14,2 prósenta hækkun. Við það fór olíutunnan í 44,6 dali. Fjármálamarkaðir vestanhafs eru lokaðir í dag, Nýársdag. Hráolíu verðið sveiflaðist nokkuð á nýliðnum ári. Það rauk 100 dala múrinn í fyrsta sinn í áraraðir í febrúar og sló rúma 147 dali á tunnu í júlí. Eftir það lækkaði verðið nokkuð hratt samfara þrengingum á fjármagnsmörkuðum og samdrætti í einkaneyslu. Skýringin liggur ekki síst í því að margir spöruðu bensíndropann, sem var orðið geysihár víða um heim, þar á meðal hér. Verðið fór lægst í rúma 35 dali á tunnu nú skömmu fyrir áramótin. Sérfræðingar segja erfitt að spá fyrir um þróun mála á nýju ári. Bandaríska fréttastofan CNN hefur eftir greinanda, að þess megi vænta, að verðið muni hækka nokkuð eftir verðfallið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúm fjórtán prósent á bandarískum fjármálamörkuðum í gær, Gamlársdag. Rússneska ríkisorkufyrirtækið Gazprom á nokkurn þátt í þróun mála en verðið rauk upp eftir að það skrúfaði fyrir gasleiðslur til Úkraínu. Hætt er við að það geti valdið gasskorti í Evrópu. Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði við þetta um 5,57 dali á tunnu, sem jafngildir 14,2 prósenta hækkun. Við það fór olíutunnan í 44,6 dali. Fjármálamarkaðir vestanhafs eru lokaðir í dag, Nýársdag. Hráolíu verðið sveiflaðist nokkuð á nýliðnum ári. Það rauk 100 dala múrinn í fyrsta sinn í áraraðir í febrúar og sló rúma 147 dali á tunnu í júlí. Eftir það lækkaði verðið nokkuð hratt samfara þrengingum á fjármagnsmörkuðum og samdrætti í einkaneyslu. Skýringin liggur ekki síst í því að margir spöruðu bensíndropann, sem var orðið geysihár víða um heim, þar á meðal hér. Verðið fór lægst í rúma 35 dali á tunnu nú skömmu fyrir áramótin. Sérfræðingar segja erfitt að spá fyrir um þróun mála á nýju ári. Bandaríska fréttastofan CNN hefur eftir greinanda, að þess megi vænta, að verðið muni hækka nokkuð eftir verðfallið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira