Bresk stjórnvöld verða væntanlega að grípa til nýrra aðgerða til að koma þarlendum fjármálamörkuðum til bjargar. Þrátt fyrir margra milljarða punda innspýtingu á síðasta ári hafa breskir bankar haldið áfram að draga úr útlánum.
Vandi breskra stjórnvalda er mikill og ljóst að þörf er á gríðarlega miklum fjármunum til að koma þarlendum fjármálamörkuðum til bjargar.
Bresk stjórnvöld þjóðnýttu þó nokkra banka á síðasta ári og kostuðu 37 milljörðum punda til þess - eða sem nemur rúmlega sex þúsund milljörðum króna miðað við núverandi gengi.
Verulega hafði dregið úr útlánum breskra banka og stóðu vonir til þess að aðgerðirnar myndu opna fyrir fjármálastreymi á ný.
Þetta hefur hins vegar ekki gengið eftir og ástandið einungis versnað þrátt fyrir þrýsting breskra stjórnvalda á bankana að opna fyrir útlán.
Alister Darling, fjármálaráðherra Bretlands, neyðist nú til að íhuga nýjar aðgerðist samkvæmt breska blaðinu The Times. Reiknað er með því ákvörðun liggi fyrir á næstu vikum en aðgerðirnar fela meðal annars í sér frekari lánveitingar til bankanna.