Viðskipti innlent

Í­huga að sam­eina líf­eyris­sjóði

Árni Sæberg skrifar
Gunnar Baldvinsson, til vinstri, er framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og Jón L. Árnason er framkvæmdastjóri Lífsverks.
Gunnar Baldvinsson, til vinstri, er framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og Jón L. Árnason er framkvæmdastjóri Lífsverks. Vísir

Stjórnir Almenna lífeyrissjóðsins og Lífsverks lífeyrissjóðs hafa undirritað viljayfirlýsingu um að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna.

Í fréttatilkynningu þess efnis segir að markmiðið sé að kanna hvort sameining bæti hag sjóðfélaga og styrki starfsemi sjóðanna til framtíðar.

Verði af sameiningunni yrði sameinaður sjóður fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins með heildareignir upp á 667 milljarða, miðað við stöðu eigna um síðustu áramót.

Viðræður séu á frumstigi en stefnt sé að því að þeim verði lokið fyrir sumarið. Náist samkomulag verði boðað til lögbundinna sjóðfélagafunda þar sem tillaga um sameiningu verði borin upp til atkvæðagreiðslu í samræmi við samþykktir hvors sjóðs um sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×