FIH meðal þeirra sem tryggja hlutafjárútboð Sjælsö Gruppen 10. nóvember 2009 09:16 FIH bankinn er meðal þeirra banka sem sölutryggja hlutafjárútboð hjá Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélagi Danmerkur. Straumur á hlut í Sjælsö gegnum eignarhaldsfélagið SG Nord Holding. Hlutabréfaútboðið verður með forkauprétti hjá núverandi hluthöfum og er ætlunin að afla 505 milljóna danskra kr. með því. Gefnir verða út 50,5 milljón hlutir og þeir boðnir núverandi hluthöfum á verðinu 10 danskar kr.á hlut. FIH bankinn, sem er meðal helstu lánadrottna Sjælsö Gruppen, mun sölutryggja 375 milljóna danskra kr. af útboðinu í heild áamt Amagerbanken og Viscardi AG Investment Banking. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að SG Nord Holding hafi fallið frá forkauprétti sínum í þessu hlutafjárútboði en það átti rétt á að kaupa 13.000.000 hluti eða fyrir 130 milljónir danskra kr. FIH bankinn er sem kunnugt er í eigu skilanefndar Kaupþings en Seðlabankinn á allsherjarveð í öllum hlutabréfum bankans eftir lánveitingu til Kaupþings skömmu fyrir bankahrunið í fyrra. Straumur heldur á 15% eignarhlut í Sjælsö Gruppen í gegnum SG Nord Holding. Sá hlutur var áður í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar í gegnum félagið Novator Property. Raunar er búið að skipta um nafn á því félagi yfir í Cube Property þar sem Novator nafnið þótti orðið afleitt til notkunnar í viðskiptum í Danmörku. Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
FIH bankinn er meðal þeirra banka sem sölutryggja hlutafjárútboð hjá Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélagi Danmerkur. Straumur á hlut í Sjælsö gegnum eignarhaldsfélagið SG Nord Holding. Hlutabréfaútboðið verður með forkauprétti hjá núverandi hluthöfum og er ætlunin að afla 505 milljóna danskra kr. með því. Gefnir verða út 50,5 milljón hlutir og þeir boðnir núverandi hluthöfum á verðinu 10 danskar kr.á hlut. FIH bankinn, sem er meðal helstu lánadrottna Sjælsö Gruppen, mun sölutryggja 375 milljóna danskra kr. af útboðinu í heild áamt Amagerbanken og Viscardi AG Investment Banking. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að SG Nord Holding hafi fallið frá forkauprétti sínum í þessu hlutafjárútboði en það átti rétt á að kaupa 13.000.000 hluti eða fyrir 130 milljónir danskra kr. FIH bankinn er sem kunnugt er í eigu skilanefndar Kaupþings en Seðlabankinn á allsherjarveð í öllum hlutabréfum bankans eftir lánveitingu til Kaupþings skömmu fyrir bankahrunið í fyrra. Straumur heldur á 15% eignarhlut í Sjælsö Gruppen í gegnum SG Nord Holding. Sá hlutur var áður í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar í gegnum félagið Novator Property. Raunar er búið að skipta um nafn á því félagi yfir í Cube Property þar sem Novator nafnið þótti orðið afleitt til notkunnar í viðskiptum í Danmörku.
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira