ESB íhugar lögsókn gegn Rússum og Úkraníumönnum 14. janúar 2009 12:31 Sautján Evrópuríki eru enn án Rússagass til húshitunar þó opnað hafi verið í gær fyrir gasflæði um leiðslur sem liggja í gegnum Úkraínu. Svo gæti farið að Evrópusambandið lögsæki ríkin tvö vegna þessa verði málið ekki leyst hið fyrsta. Rótin að þessu öllu eru deilur Rússa og Úkraínumanna um greiðslur fyrir gas frá Rússlandi. Rússar skrúfuðu fyrir gas til Úkraínumanna fyrir áramót. Leiðslur sem flytja mest af rússagasi til annarra Evrópuríkja liggja í gegnum Úkraínu. Um þær flæddi gas allt þar til í síðustu viku þegar ráðmenn í Moskvu sökuðu þá í Kænugarði um að stela af þeim leiðslum og skrúfuðu fyrir. Rússar hafa um fjórðung gasmarkaðarins á ESB svæðinu og eftir sátu íbúar fjölmargra Evrópuríkja í köldum húsum sínum í þeim fimbulkulda sem nú herjar á álfuna. Fyrir nokkrum dögum var samið um að opna fyrir gasflæði með því skilyrði að eftirlitsmenn gættu þess að jafn mikið af gasi færi um leiðslunar alla leið frá Rússlandi til viðskiptavina á hinum endanum. Það eftirlit hófst í gær og þá var skrúfað frá. Þá sögðu Úkraínumenn að þeir gætu ekki dælt gasinu til Evrópuríkja í því magni sem Rússar vildu eða eftir þeim leiðum sem þeir hefðu skilgreint. Rússar segja þetta rangt og að ráðamenn í Kænugarði hafi látið skrúfa fyrir á sínum enda. Eftirlitsmenn Evrópusambandsins segja lítið sem ekkert gas komast á leiðarenda. Forsætisráðherrar þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í deilunni eru nú á leið til Moskvu og Úkraínu til viðræðna. Staðan er það slæm víða vegna skorts á gasi til húshitunar að á mörgum stöðum í Búlgaríu hefur orðið að loka skólum. Evrópusambandið segir mögulegt að mál verði höfðað gegn ríkjunum tveimur takist ráðamönnum ekki að leysa gasdeiluna. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sautján Evrópuríki eru enn án Rússagass til húshitunar þó opnað hafi verið í gær fyrir gasflæði um leiðslur sem liggja í gegnum Úkraínu. Svo gæti farið að Evrópusambandið lögsæki ríkin tvö vegna þessa verði málið ekki leyst hið fyrsta. Rótin að þessu öllu eru deilur Rússa og Úkraínumanna um greiðslur fyrir gas frá Rússlandi. Rússar skrúfuðu fyrir gas til Úkraínumanna fyrir áramót. Leiðslur sem flytja mest af rússagasi til annarra Evrópuríkja liggja í gegnum Úkraínu. Um þær flæddi gas allt þar til í síðustu viku þegar ráðmenn í Moskvu sökuðu þá í Kænugarði um að stela af þeim leiðslum og skrúfuðu fyrir. Rússar hafa um fjórðung gasmarkaðarins á ESB svæðinu og eftir sátu íbúar fjölmargra Evrópuríkja í köldum húsum sínum í þeim fimbulkulda sem nú herjar á álfuna. Fyrir nokkrum dögum var samið um að opna fyrir gasflæði með því skilyrði að eftirlitsmenn gættu þess að jafn mikið af gasi færi um leiðslunar alla leið frá Rússlandi til viðskiptavina á hinum endanum. Það eftirlit hófst í gær og þá var skrúfað frá. Þá sögðu Úkraínumenn að þeir gætu ekki dælt gasinu til Evrópuríkja í því magni sem Rússar vildu eða eftir þeim leiðum sem þeir hefðu skilgreint. Rússar segja þetta rangt og að ráðamenn í Kænugarði hafi látið skrúfa fyrir á sínum enda. Eftirlitsmenn Evrópusambandsins segja lítið sem ekkert gas komast á leiðarenda. Forsætisráðherrar þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í deilunni eru nú á leið til Moskvu og Úkraínu til viðræðna. Staðan er það slæm víða vegna skorts á gasi til húshitunar að á mörgum stöðum í Búlgaríu hefur orðið að loka skólum. Evrópusambandið segir mögulegt að mál verði höfðað gegn ríkjunum tveimur takist ráðamönnum ekki að leysa gasdeiluna.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira