Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2025 15:57 Zakarías, til vinstri, og Hlynur Snær, til hægri, tóku málin í eigin hendur. Félagarnir Hlynur Snær Stefánsson og Zakarías Friðriksson hættu að nenna að standa í því að selja notaðar íþróttavörur á Facebook og hafa því boðað opnun Sportbássins. Þangað getur fólk komið með íþróttavörur sem safna ryki og þeir sjá um að koma þeim í verð. Í samtali við Vísi segjast þeir hafa séð skýrt skarð á markaðnum fyrir þægilega og umhverfisvæna leið til þess að selja og kaupa notaðar íþróttavörur. „Hugmyndin kom út frá því að við töldum fáar sem engar leiðir til þess að selja notaðar íþróttavörur á netinu fyrir utan Facebook-hópa en oft og tíðum getur það verið leiðinlegt ferli að þurfa að standa í og við vorum sjálfir alveg hættir að nenna standa í því. Hjá okkur skráir þú bara vöruna inn á Sportbasinn.is, kemur með vöruna í verslun og við sjáum um rest. Þú færð svo greitt þegar varan selst.“ Afþakka rifinn og götóttan fatnað Þeir segja formlega opnun verslunarinnar verða næstkomandi föstudag klukkan 10, í Faxafeni 12 í Reykjavík. Þeir sem vilji ólmir losa sig við notaðar íþróttavörur fyrir þann tíma geti þó mætt á milli 16 og 18 í dag og á morgun til að skila af sér vörum. Opnunartíminn verði svo milli 10 og 18 á virkum og milli 11 og 17 um helgar. Þó megi ekki koma með hvað sem er enda þurfi allar vörurnar að vera í ásættanlegu ástandi. Þeir ítreka að búðin taki hvorki við rifnum né götóttum fatnaði. Enn sem komið er nóg pláss á fataslánum, enda eru tveir dagar í opnun. Seljandi sjái sjálfur um að verðleggja vöruna og skrái hana inn á Sportbasinn.is. Verslunin sjái svo um að stilla vörunum upp á sína staði í verslun. Þá benda þeir á að sérstök aðstaða verði á svæðinu til þess að gufustrauja flíkur, taka myndir og hengja á herðatré áður en starfsmenn taka við þeim. Þegar varan selst fari 72 prósent af söluverðinu í vasa seljanda og búðin haldi eftir 28 prósenta þóknun. „Þess má þó geta að engin básaleiga er hjá Sportbásnum líkt og oft tíðkast í hringrásarverslunum á Íslandi og er því enginn kostnaður við að skrá vörur.“ Gefa notuðum íþróttavörum nýtt líf Þeir Hlynur Snær og Zakarías segja verslunina selja notaðar íþróttavörur fyrir börn og fullorðna; skó, fatnað, golfvörur og íþróttabúnað af öllu tagi. Allar vörur séu í góðu ástandi og starfsmenn passi upp á að hafa virkt gæðaeftirlit með vörum áður en þær fara inn í verslun. Að sögn stofnendanna eru golfarar þeir sem hafa sýnt versluninni mestan áhuga. „Við viljum hjálpa fólki að komast yfir gæðavörur á hagstæðara verði og einnig einfalda fólki að gefa vörum sem það er hætt að nota nýtt líf.“ Verslun Umhverfismál Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Í samtali við Vísi segjast þeir hafa séð skýrt skarð á markaðnum fyrir þægilega og umhverfisvæna leið til þess að selja og kaupa notaðar íþróttavörur. „Hugmyndin kom út frá því að við töldum fáar sem engar leiðir til þess að selja notaðar íþróttavörur á netinu fyrir utan Facebook-hópa en oft og tíðum getur það verið leiðinlegt ferli að þurfa að standa í og við vorum sjálfir alveg hættir að nenna standa í því. Hjá okkur skráir þú bara vöruna inn á Sportbasinn.is, kemur með vöruna í verslun og við sjáum um rest. Þú færð svo greitt þegar varan selst.“ Afþakka rifinn og götóttan fatnað Þeir segja formlega opnun verslunarinnar verða næstkomandi föstudag klukkan 10, í Faxafeni 12 í Reykjavík. Þeir sem vilji ólmir losa sig við notaðar íþróttavörur fyrir þann tíma geti þó mætt á milli 16 og 18 í dag og á morgun til að skila af sér vörum. Opnunartíminn verði svo milli 10 og 18 á virkum og milli 11 og 17 um helgar. Þó megi ekki koma með hvað sem er enda þurfi allar vörurnar að vera í ásættanlegu ástandi. Þeir ítreka að búðin taki hvorki við rifnum né götóttum fatnaði. Enn sem komið er nóg pláss á fataslánum, enda eru tveir dagar í opnun. Seljandi sjái sjálfur um að verðleggja vöruna og skrái hana inn á Sportbasinn.is. Verslunin sjái svo um að stilla vörunum upp á sína staði í verslun. Þá benda þeir á að sérstök aðstaða verði á svæðinu til þess að gufustrauja flíkur, taka myndir og hengja á herðatré áður en starfsmenn taka við þeim. Þegar varan selst fari 72 prósent af söluverðinu í vasa seljanda og búðin haldi eftir 28 prósenta þóknun. „Þess má þó geta að engin básaleiga er hjá Sportbásnum líkt og oft tíðkast í hringrásarverslunum á Íslandi og er því enginn kostnaður við að skrá vörur.“ Gefa notuðum íþróttavörum nýtt líf Þeir Hlynur Snær og Zakarías segja verslunina selja notaðar íþróttavörur fyrir börn og fullorðna; skó, fatnað, golfvörur og íþróttabúnað af öllu tagi. Allar vörur séu í góðu ástandi og starfsmenn passi upp á að hafa virkt gæðaeftirlit með vörum áður en þær fara inn í verslun. Að sögn stofnendanna eru golfarar þeir sem hafa sýnt versluninni mestan áhuga. „Við viljum hjálpa fólki að komast yfir gæðavörur á hagstæðara verði og einnig einfalda fólki að gefa vörum sem það er hætt að nota nýtt líf.“
Verslun Umhverfismál Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira