Búast við sögulegum kosningum 25. apríl 2009 08:00 Landsmenn ganga að kjörborðinu í dag. Stjórnmálafræðingar segja að spennandi verði að sjá hvort stjórnin nái meirihluta.. Gunnar Helgi Kristinsson segir spennuþættina vera nokkra í kosningunum. Spurning sé hve fylgistapið verði mikið hjá Sjálfstæðisflokknum. „Hann hefur verið að rúlla í kringum 23 prósent í könnunum sem þýðir að þá er rúmlega þriðjungur af fylgi hans farinn. Annars vita menn ekki hvort mælingar á flokknum eru réttar. Ákveðinni aðferðafræði er beitt við kannanir sem hefur yfirleitt skilað könnunum sem eru tiltölulega nálægt úrslitum. En það er spurning hvort þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað hafi áhrif á þetta." Gunnar segir að þótt stjórnin virðist hafa meirihluta sé það ekki öruggt. „Annar spennuþáttur er hvort stjórnin nær meirihluta, því menn gera ráð fyrir að hún sitji áfram. Það er ekki oft sem Íslendingar eiga þess kost að kjósa stjórn. Hún hefur verið að flökta frá um 52 og yfir 60 prósent og það er spurning hvort hún heldur því. Það bendir allt til þess, en maður veit það ekki fyrr en á reynir." Borgarahreyfingin er nýtt framboð og Gunnar Helgi segir ferska vinda fylgja henni, hún hafi ekki stefnu í öllum málum, leggi áherslu á frelsi frambjóðenda og andúð við flokksræði. Yfirgnæfandi líkur séu á að hún nái inn manni. Gunnar segir að Frjálslyndir virðist týndir og tröllum gefnir og komist ekki inn á þing. „Hvað Framsókn varðar þá hafa þeir dólað í þetta 11 til 12 prósentum og það er líklegt að hún muni ná því. Flokkurinn hefur hins vegar stundum verið vanmetinn í könnunum." Einar Mar Þórðarson segir útlit fyrir að fylgi Sjálfstæðisflokks verði í sögulegu lágmarki. Hann gæti lyft sér eitthvað frá könnunum, en ólíklegt sé að það verði verulegt. Spurning sé hvort einhverjir sem sagst hafa ætlað að skila auðu skili sér í heimahagann. „Reynslan sýnir þó að kannanir sem birtast nokkra daga fyrir kosningar fara mjög nærri útkomunni." Einar segir merkilegt í stjórnmálasögulegu tilliti að menn gangi nánast bundnir til kosninga. „Ef úrslit verða í takt við kannanir undanfarna daga og vikur þá koma vinstri flokkarnir til með að hafa hreinan meirihluta í fyrsta skipti síðan fjórflokkurinn varð til." Einar telur að Framsóknarflokkurinn verði á svipuðu róli og kannanir sýna og Frjálslyndir komi ekki manni að. kolbeinn@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Gunnar Helgi Kristinsson segir spennuþættina vera nokkra í kosningunum. Spurning sé hve fylgistapið verði mikið hjá Sjálfstæðisflokknum. „Hann hefur verið að rúlla í kringum 23 prósent í könnunum sem þýðir að þá er rúmlega þriðjungur af fylgi hans farinn. Annars vita menn ekki hvort mælingar á flokknum eru réttar. Ákveðinni aðferðafræði er beitt við kannanir sem hefur yfirleitt skilað könnunum sem eru tiltölulega nálægt úrslitum. En það er spurning hvort þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað hafi áhrif á þetta." Gunnar segir að þótt stjórnin virðist hafa meirihluta sé það ekki öruggt. „Annar spennuþáttur er hvort stjórnin nær meirihluta, því menn gera ráð fyrir að hún sitji áfram. Það er ekki oft sem Íslendingar eiga þess kost að kjósa stjórn. Hún hefur verið að flökta frá um 52 og yfir 60 prósent og það er spurning hvort hún heldur því. Það bendir allt til þess, en maður veit það ekki fyrr en á reynir." Borgarahreyfingin er nýtt framboð og Gunnar Helgi segir ferska vinda fylgja henni, hún hafi ekki stefnu í öllum málum, leggi áherslu á frelsi frambjóðenda og andúð við flokksræði. Yfirgnæfandi líkur séu á að hún nái inn manni. Gunnar segir að Frjálslyndir virðist týndir og tröllum gefnir og komist ekki inn á þing. „Hvað Framsókn varðar þá hafa þeir dólað í þetta 11 til 12 prósentum og það er líklegt að hún muni ná því. Flokkurinn hefur hins vegar stundum verið vanmetinn í könnunum." Einar Mar Þórðarson segir útlit fyrir að fylgi Sjálfstæðisflokks verði í sögulegu lágmarki. Hann gæti lyft sér eitthvað frá könnunum, en ólíklegt sé að það verði verulegt. Spurning sé hvort einhverjir sem sagst hafa ætlað að skila auðu skili sér í heimahagann. „Reynslan sýnir þó að kannanir sem birtast nokkra daga fyrir kosningar fara mjög nærri útkomunni." Einar segir merkilegt í stjórnmálasögulegu tilliti að menn gangi nánast bundnir til kosninga. „Ef úrslit verða í takt við kannanir undanfarna daga og vikur þá koma vinstri flokkarnir til með að hafa hreinan meirihluta í fyrsta skipti síðan fjórflokkurinn varð til." Einar telur að Framsóknarflokkurinn verði á svipuðu róli og kannanir sýna og Frjálslyndir komi ekki manni að. kolbeinn@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira