Fótbolti

Knattspyrnufélögin leggja fram aðstoð sína

Nordic Photos/Getty Images

Einnar mínútu þögn verður fyrir alla leiki í næstu umferð í ítalska boltanum til minningar um fórnarlömb jarðskjálftans mikla í L´Aquila sem hefur kostað um 180 manns lífið.

Þetta er versti jarðskjálfti á Ítalíu í nær þrjá áratugi. Tugþúsundir hafa misst heimili sín og óttast er að fleiri eigi eftir að finnast látnir í rústunum á hamfarasvæðunum.

Þá hafa nokkur félög í ítölsku A-deildinni, þar á meðal Roma, Milan, Inter, Milan, Fiorentina og Juventus, lofað fjárframlögum til handa fórnarlömbum náttúruhamfaranna.

Liðin á ítalíu munu einnig bera sorgarbönd til minningar um hina látnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×