Viðskipti erlent

Norski olíusjóðurinn fitnar í 50 þúsund milljarða

Norski olíusjóðurinn heldur áfram að fitna og sína tölur að í ágúst náðu eignir hans verðmætinu rúmar 2.500 milljarðar norskra kr. eða rúmlega 50.000 milljarðar kr. Í ágúst einum nam eignaaukning sjóðsins 56 milljörðum norskra kr. eða vel yfir 1.000 milljörðum kr.

 

Á öðrum ársfjórðungi ársins stækkaði sjóðurinn um 309 milljarða norskra kr., þar af voru fjármagnstekjurnar 270 milljarðar norskra kr. að því er segir í frétt um málið á vefsíðunni e24.no. Ástæðan fyrir þessari góðu ávöxtun hjá sjóðnum eru hækkanir á hlutabréfamörkuðum heimsins og lægri áhættuálög á vaxtamarkaði.

 

Yngve Slyngstad forstjóri norska olíusjóðsins mátti þola harða gagnrýni eftir áramótin þegar í ljós kom að sjóðurinn hafði tapað 600 milljörðum norskra kr. á síðasta ári. Slyngstad sagði þá að þetta tap myndi endurheimtast á þessu ár og ef svo heldur sem horfir mun hann hafa rétt fyrir sér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×