Geir Haarde verður 139 ára þegar almenningur verður upplýstur að fullu Höskuldur Kári Schram skrifar 1. desember 2009 18:38 Allt að 80 ára leynd mun hvíla á viðkvæmum upplýsingum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur haft til meðferðar í tengslum við skýrslu um bankahrunið. Um er ræða upplýsingar sem snerta launakjör einstaklinga og rekstur fyrirtækja. Forseti Alþingis segir að þetta muni ekki rýra gildi skýrslunnar. Rannsóknarnefnd Alþingis tók formlega til starfa um síðustu áramót en nefndinni er ætlað að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Nefndin átti upprunalega á að skila lokaskýrslu í nóvember en því var frestað um þrjá mánuði. Á því tímabili sem nefndin hefur starfað hefur hún kallað til sín fjölmargar lykilpersónur úr íslensku viðskipta og stjórnmálalífi undanfarinna ára. Fundirnir hafa þó allir verið haldnir fyrir lokuðum dyrum fjarri augum almennings og fjölmiðla. Skýrslu nefndarinnar hefur því verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir á Alþingi mun skýrslan ekki innihalda allar þær upplýsingar sem nefndin hefur haft til meðferðar. Þannig verður lokað á upplýsingar er snerta fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja í allt að 80 ár. Upplýsingarnar verða dulkóðaðar og geymdar í sérstökum gagnagrunni á þjóðskjalasafninu þangið til allri leynd hefur verið aflétt. Forseti Alþingis segir að aldrei hafi staðið til að birta allar þessar upplýsingar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „En auðvitað er Rannsóknarnefndin búin að fara í gegnum allar þessar upplýsinar og ég geri ráð fyrir því að hún birti allt sem þarf að birta í skýrslunni af þessum upplýsingum," segir Ásta Ragnheiður. Hún segir að skýrslan verði eins tæmandi eins og rannsóknarnefndin gat gert hana á þeim tíma sem henni var ætlaður til þess að vinna þetta. Allt það sem að rannsóknarnefndin telji að eigi að vera upplýst verði í skýrslunni Það verður því fyrst árið 2090 sem allar upplýsingar ættu að liggja fyrir opinberlega. Þá verður Davíð Oddsson 142 ára gamall, Geir H. Haarde, 139 ára, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 136 ára, Jón Ásgeir Jóhannesson, 122 og Björgólfur Guðmundsson, 149 ára gamall. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Allt að 80 ára leynd mun hvíla á viðkvæmum upplýsingum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur haft til meðferðar í tengslum við skýrslu um bankahrunið. Um er ræða upplýsingar sem snerta launakjör einstaklinga og rekstur fyrirtækja. Forseti Alþingis segir að þetta muni ekki rýra gildi skýrslunnar. Rannsóknarnefnd Alþingis tók formlega til starfa um síðustu áramót en nefndinni er ætlað að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Nefndin átti upprunalega á að skila lokaskýrslu í nóvember en því var frestað um þrjá mánuði. Á því tímabili sem nefndin hefur starfað hefur hún kallað til sín fjölmargar lykilpersónur úr íslensku viðskipta og stjórnmálalífi undanfarinna ára. Fundirnir hafa þó allir verið haldnir fyrir lokuðum dyrum fjarri augum almennings og fjölmiðla. Skýrslu nefndarinnar hefur því verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir á Alþingi mun skýrslan ekki innihalda allar þær upplýsingar sem nefndin hefur haft til meðferðar. Þannig verður lokað á upplýsingar er snerta fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja í allt að 80 ár. Upplýsingarnar verða dulkóðaðar og geymdar í sérstökum gagnagrunni á þjóðskjalasafninu þangið til allri leynd hefur verið aflétt. Forseti Alþingis segir að aldrei hafi staðið til að birta allar þessar upplýsingar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „En auðvitað er Rannsóknarnefndin búin að fara í gegnum allar þessar upplýsinar og ég geri ráð fyrir því að hún birti allt sem þarf að birta í skýrslunni af þessum upplýsingum," segir Ásta Ragnheiður. Hún segir að skýrslan verði eins tæmandi eins og rannsóknarnefndin gat gert hana á þeim tíma sem henni var ætlaður til þess að vinna þetta. Allt það sem að rannsóknarnefndin telji að eigi að vera upplýst verði í skýrslunni Það verður því fyrst árið 2090 sem allar upplýsingar ættu að liggja fyrir opinberlega. Þá verður Davíð Oddsson 142 ára gamall, Geir H. Haarde, 139 ára, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 136 ára, Jón Ásgeir Jóhannesson, 122 og Björgólfur Guðmundsson, 149 ára gamall.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira