Stuðningsmenn Guðlaugs styðja Kristján Þór 25. mars 2009 18:30 Nánir samstarfsmenn þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafa fylkt sér að baki Kristjáns Þórs Júlíussonar í formannsslag Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn kjósa sér nýjan formann á landsfundi flokksins um helgina. Fjórir hafa gefið kost á sér til formanns en talið er víst að þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson berjist um embættið. Um nítján hundruð manns eiga sæti á landsfundinum. Fulltrúar skiptast nokkuð jafnt á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Bjarni lýsti því yfir í byrjun febrúar að hann gæfi kost á sér til formanns. Heimildarmenn fréttastofu sem sæti eiga á landsfundinum telja Bjarna sigurstranglegri en Kristján Þór og segja hann hafa töluverðan stuðning innan þingflokksins. Ekki eru þó allir á því að honum hafi tekist að sanna sig sem leiðtoga flokksins á síðustu tveimur mánuðum auk þess sem landbyggðarfulltrúarnir hafa sumir áhyggjur af því að bæði formaður og varaformaður verði úr sama kjördæminu, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sú eina sem lýst hefur yfir framboði til varaformanns. Kristján Þór tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að taka slaginn við Bjarna. Svo virðist sem flokksmenn séu almennt ánægðir með að fá að kjósa milli formannsefna. Kristján þykir hafa nokkuð breiðan stuðning í sínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur einnig hópur náinna samstarfsmanna Guðlaugs Þórs fylkt sér að baki Kristjáni en þessi sami hópur stafaði fyrir Guðlaug í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eins og kunnugt er tókst Guðlaugur á við Illuga Gunnarsson í prófkjörinu en Illugi og Bjarni hafa verið nánir samstarfsmenn. Sá stuðningur gæti skilað Kristjáni nokkru fylgi á landsfundinum. Kosningar 2009 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Nánir samstarfsmenn þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafa fylkt sér að baki Kristjáns Þórs Júlíussonar í formannsslag Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn kjósa sér nýjan formann á landsfundi flokksins um helgina. Fjórir hafa gefið kost á sér til formanns en talið er víst að þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson berjist um embættið. Um nítján hundruð manns eiga sæti á landsfundinum. Fulltrúar skiptast nokkuð jafnt á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Bjarni lýsti því yfir í byrjun febrúar að hann gæfi kost á sér til formanns. Heimildarmenn fréttastofu sem sæti eiga á landsfundinum telja Bjarna sigurstranglegri en Kristján Þór og segja hann hafa töluverðan stuðning innan þingflokksins. Ekki eru þó allir á því að honum hafi tekist að sanna sig sem leiðtoga flokksins á síðustu tveimur mánuðum auk þess sem landbyggðarfulltrúarnir hafa sumir áhyggjur af því að bæði formaður og varaformaður verði úr sama kjördæminu, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sú eina sem lýst hefur yfir framboði til varaformanns. Kristján Þór tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að taka slaginn við Bjarna. Svo virðist sem flokksmenn séu almennt ánægðir með að fá að kjósa milli formannsefna. Kristján þykir hafa nokkuð breiðan stuðning í sínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur einnig hópur náinna samstarfsmanna Guðlaugs Þórs fylkt sér að baki Kristjáni en þessi sami hópur stafaði fyrir Guðlaug í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eins og kunnugt er tókst Guðlaugur á við Illuga Gunnarsson í prófkjörinu en Illugi og Bjarni hafa verið nánir samstarfsmenn. Sá stuðningur gæti skilað Kristjáni nokkru fylgi á landsfundinum.
Kosningar 2009 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira