Sendiherra ESB réðst dólgslega að Sjálfstæðisflokknum 21. apríl 2009 07:49 MYND/Anton Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að Percy Westerlund, sendiherra Evrópusambandsins, hafi ráðist „dólgslega á Sjálfstæðisflokkinn" í fréttum Stöðvar 2 í gær. Hann skrifaði á heimasíðu sína í gærkvöldi um viðtalið við sendiherrann þar sem hann var inntur álits á hugmyndum sjálfstæðismanna um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn aðstoði við að taka upp evru á Íslandi. „Ástæða er til að vekja athygli á hinum makalausu viðbrögðum sendiherra Evrópusambandsins (ESB) gagnvart Íslandi við því stefnumiði Sjálfstæðisflokksins að leita samstarfs við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um gjaldmiðilsskipti með augastað á evru," segir Björn. Hann segir að fulltrúi sjóðsins hafi í sömu frétt svarað spurningunni á diplómatískan hátt en að hið sama verði ekki sagt um sendiherra ESB. „Percy Westerlund, sendiherra ESB, réðst hins vegar dólgslega á Sjálfstæðisflokkinn og af því alkunna yfirlæti, sem sendimenn Evrópusambandsins telja sér sæma að sýna stjórnmálaflokkum og heilum þjóðum, ef menn beygja sig ekki þegjandi undir Brusselvaldið." Þá segir Björn að Íslendingar hafi mætt svipaðri framkomu af hálfu ESB strax eftir bankahrunið. „þegar þeir gerðu Ísland að blóraböggli, vegna þess að tilskipun ESB um fjármálafyrirtæki dugði ekki til að tryggja öryggi í rekstri þessara fyrirtækja við lausafjárþurrð á heimsvísu." Hann segir að þá hafi þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson ákveðið, að ekki skyldi haldið fram lagalegum rétti Íslands gagnvart ESB heldur ætti að skoða málið frá pólitísku sjónarhorni. „Nú er borin von, að Össur mótmæli þessari íhlutun sendiherra ESB í íslensk stjórnmál og innanlandsmál. Öll afskiptasemi Brusselvaldsins af íslenskum stjórnmálum er Samfylkingunni þóknanleg - það er hið pólitíska sjónarhorn Samfylkingar gagnvart Brusselvaldinu," segir Björn að lokum. Kosningar 2009 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að Percy Westerlund, sendiherra Evrópusambandsins, hafi ráðist „dólgslega á Sjálfstæðisflokkinn" í fréttum Stöðvar 2 í gær. Hann skrifaði á heimasíðu sína í gærkvöldi um viðtalið við sendiherrann þar sem hann var inntur álits á hugmyndum sjálfstæðismanna um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn aðstoði við að taka upp evru á Íslandi. „Ástæða er til að vekja athygli á hinum makalausu viðbrögðum sendiherra Evrópusambandsins (ESB) gagnvart Íslandi við því stefnumiði Sjálfstæðisflokksins að leita samstarfs við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um gjaldmiðilsskipti með augastað á evru," segir Björn. Hann segir að fulltrúi sjóðsins hafi í sömu frétt svarað spurningunni á diplómatískan hátt en að hið sama verði ekki sagt um sendiherra ESB. „Percy Westerlund, sendiherra ESB, réðst hins vegar dólgslega á Sjálfstæðisflokkinn og af því alkunna yfirlæti, sem sendimenn Evrópusambandsins telja sér sæma að sýna stjórnmálaflokkum og heilum þjóðum, ef menn beygja sig ekki þegjandi undir Brusselvaldið." Þá segir Björn að Íslendingar hafi mætt svipaðri framkomu af hálfu ESB strax eftir bankahrunið. „þegar þeir gerðu Ísland að blóraböggli, vegna þess að tilskipun ESB um fjármálafyrirtæki dugði ekki til að tryggja öryggi í rekstri þessara fyrirtækja við lausafjárþurrð á heimsvísu." Hann segir að þá hafi þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson ákveðið, að ekki skyldi haldið fram lagalegum rétti Íslands gagnvart ESB heldur ætti að skoða málið frá pólitísku sjónarhorni. „Nú er borin von, að Össur mótmæli þessari íhlutun sendiherra ESB í íslensk stjórnmál og innanlandsmál. Öll afskiptasemi Brusselvaldsins af íslenskum stjórnmálum er Samfylkingunni þóknanleg - það er hið pólitíska sjónarhorn Samfylkingar gagnvart Brusselvaldinu," segir Björn að lokum.
Kosningar 2009 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira