Fótbolti

Emil lék með umbúðir í tapi Reggina

Emil í leik með Reggina.
Emil í leik með Reggina. Mynd/Getty Images

Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina sem tapaði 0-2 á heimavelli fyrir Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Emil lék í 79. mínútur.

Hann var nálægt því að skora með skalla eftir hornspyrnu en hann þurfti að spila með umbúðir á hausnum eftir að hafa fengið skurð svo úr blæddi.

Reggina missti tvo menn af velli með rauð spjöld en héldu hreinu þar til á 85. mínútu að Antonio Flores skoraði. Hann bætti við öðru marki á lokamínútunni og þar við sat.

Bæði lið brenndu af vítaspyrnum, fyrst Udinese á 56. mínútu og svo Reggina á 81. mínútu.

Reggina er neðst í deildinni. Það hefur 20 stig eftir 31 leik og er sjö stigum frá Torino sem er í öruggu sæti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×