Íslenskt vatn verði skilgreint sem almannaeign Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. desember 2009 20:15 Jóhanna Sigurðardóttir vill að vatn verði skilgreint sem almannaeign í stjórnarskránni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill að íslenskt vatn verði skilgreint sem almannaeign í stjórnarskránni. Þetta sagði Jóhanna í áramótaávarpi sínu í kvöld. Hún benti á að milljarður manna býr við skort á þeirri lífsundirstöðu sem fólgin er í hreinu vatni og hálfur þriðji milljarður hefði ekki aðgang að vatni sér til hreinlætis. „Það ætti því að vera eitt af okkar brýnustu verkefnum að þessi ómetanlega auðlind, íslenska vatnið, verði skilgreind í stjórnarskránni sem almannaeign - engu síður en fiskurinn í sjónum. Og sem þjóð þurfum við að beina sjónum okkar að því hvernig við getum nýtt ferskvatnslindir Íslands í þágu heimsins," sagði Jóhanna. Hún sagði jafnframt að Íslendingar ættu að stefna að því að skipta út kolefnasamböndum í orkubúskap þjóðarinnar og reka tól okkar og tæki á innlendri, endurnýjanlegri orku. „Þannig mættu Íslendingar olíukreppunni af framsýni á áttunda áratug síðustu aldar. Það varð upphafið að virkjun jarðgufu og jarðhitaleit í stórum stíl sem sparað hefur þjóðinni sem svarar einni þjóðarframleiðslu ellefta hvert ár. Tæknin færir okkur í hendur möguleika á að stefna að kolefnislausum orkubúskap á næstu áratugum. Vilji er allt sem þarf," sagði Jóhanna.Mótlætið fært fólk nær hvort öðru Í ávarpi sínu leit Jóhanna yfir farinn veg liðins árs. Hún benti á að þótt árið 2009 hafi verið erfitt hafði það ekki reynst jafn slæmt að öllu leyti og spáð hafði verið um síðustu áramót. „Atvinnuleysi hefur til dæmis orðið minna en búist var við og samdráttur í efnahagslífinu sömuleiðis," sagði Jóhanna. Hún sagði að margir hafi orðið fyrir mótlæti á árinu og slíkt væri aldrei gleðiefni. „Mótlæti er aldrei gleðiefni. Margir hafa orðið fyrir miklum áföllum vegna atvinnumissis, fjárhagslegra skakkafalla og rýrnandi kjara - og slíku fylgja þungbærar tilfinningar sem erfitt getur reynst að vinna úr. Kenndir á borð við sorg, kvíða, reiði og vonleysi hafa við þessar aðstæður brotist út í hörðum orðum og hvatvísum dómum," sagði Jóhanna. Hún benti hins vegar líka á að mótlætið hafi fært fólk nær hvert öðru. Ótal verk hafi verið unnin sem sprottin væru upp af samkennd.Uppgjör framundan Jóhanna vakti athygli á því að framundan biði uppgjör þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis yrði birt. „Boðað hefur verið að skýrslan færi okkur slæm tíðindi. Þeim skulum við taka með opnum huga - af auðmýkt, æðruleysi og yfirvegun - og ekki sópa neinu undir teppi. Það getur hent flesta að gerast brotlegir - en þá er lykilatriði hvernig menn bregðast við. Þá reynir á manndóm og þrautseigju. Vonandi berum við gæfu til að læra af reynslunni, endurskapa traust og byggja hér upp betra og réttlátara samfélag," sagði Jóhanna. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill að íslenskt vatn verði skilgreint sem almannaeign í stjórnarskránni. Þetta sagði Jóhanna í áramótaávarpi sínu í kvöld. Hún benti á að milljarður manna býr við skort á þeirri lífsundirstöðu sem fólgin er í hreinu vatni og hálfur þriðji milljarður hefði ekki aðgang að vatni sér til hreinlætis. „Það ætti því að vera eitt af okkar brýnustu verkefnum að þessi ómetanlega auðlind, íslenska vatnið, verði skilgreind í stjórnarskránni sem almannaeign - engu síður en fiskurinn í sjónum. Og sem þjóð þurfum við að beina sjónum okkar að því hvernig við getum nýtt ferskvatnslindir Íslands í þágu heimsins," sagði Jóhanna. Hún sagði jafnframt að Íslendingar ættu að stefna að því að skipta út kolefnasamböndum í orkubúskap þjóðarinnar og reka tól okkar og tæki á innlendri, endurnýjanlegri orku. „Þannig mættu Íslendingar olíukreppunni af framsýni á áttunda áratug síðustu aldar. Það varð upphafið að virkjun jarðgufu og jarðhitaleit í stórum stíl sem sparað hefur þjóðinni sem svarar einni þjóðarframleiðslu ellefta hvert ár. Tæknin færir okkur í hendur möguleika á að stefna að kolefnislausum orkubúskap á næstu áratugum. Vilji er allt sem þarf," sagði Jóhanna.Mótlætið fært fólk nær hvort öðru Í ávarpi sínu leit Jóhanna yfir farinn veg liðins árs. Hún benti á að þótt árið 2009 hafi verið erfitt hafði það ekki reynst jafn slæmt að öllu leyti og spáð hafði verið um síðustu áramót. „Atvinnuleysi hefur til dæmis orðið minna en búist var við og samdráttur í efnahagslífinu sömuleiðis," sagði Jóhanna. Hún sagði að margir hafi orðið fyrir mótlæti á árinu og slíkt væri aldrei gleðiefni. „Mótlæti er aldrei gleðiefni. Margir hafa orðið fyrir miklum áföllum vegna atvinnumissis, fjárhagslegra skakkafalla og rýrnandi kjara - og slíku fylgja þungbærar tilfinningar sem erfitt getur reynst að vinna úr. Kenndir á borð við sorg, kvíða, reiði og vonleysi hafa við þessar aðstæður brotist út í hörðum orðum og hvatvísum dómum," sagði Jóhanna. Hún benti hins vegar líka á að mótlætið hafi fært fólk nær hvert öðru. Ótal verk hafi verið unnin sem sprottin væru upp af samkennd.Uppgjör framundan Jóhanna vakti athygli á því að framundan biði uppgjör þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis yrði birt. „Boðað hefur verið að skýrslan færi okkur slæm tíðindi. Þeim skulum við taka með opnum huga - af auðmýkt, æðruleysi og yfirvegun - og ekki sópa neinu undir teppi. Það getur hent flesta að gerast brotlegir - en þá er lykilatriði hvernig menn bregðast við. Þá reynir á manndóm og þrautseigju. Vonandi berum við gæfu til að læra af reynslunni, endurskapa traust og byggja hér upp betra og réttlátara samfélag," sagði Jóhanna.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sjá meira