Wade með enn einn stórleikinn og sigurkörfuna - Lakers tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2009 08:47 Dwyane Wade átti enn einn stórleikinn í nótt. Mynd/GettyImages Dwyane Wade tryggði Miami 130-127 sigur á Chicago Bulls í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í nótt þegar hann kórónaði enn einn stórleik sinn með þriggja stiga sigurkörfu um leið og leiktíminn rann út. Dwyane Wade skoraði 48 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 15 af 21 skoti sínu. Í lokin stal hann boltanum af John Salmons þegar þrjár sekúndur voru eftir, þaut upp völlinn og setti niður þriggja stiga skot á mikilli ferð rétt áður en leiktíminn rann út. "Hr. Dwyane Tyrone Wade yngri, ef hann er ekki orðinn kandídat fyrir að vera kosinn besti leikmaður deildarinnar, þá veit ég ekki hvað hann þarf að gera," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami eftir leikinn. Wade hafði einnig endað fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu nálægt miðlínunni og að auki tryggt Miami framlengingu þegar aðeins 11,5 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Sigur Miami þýðir að liðið er einum og hálfum leik á eftir Atlanta í baráttunni um 4. sætið inn í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Næstir á eftir Wade í stigaskorun voru Michael Beasley með 18 stig og Mario Chalmers með 17 stig. Ben Gordon skoraði 43 stig fyrir Chicago, John Salmons var með 29 stig og Derrick Rose skoraði 23 stig. Portland vann tólfta heimasigurinn í röð þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 111-94. Brandon Roy skoraði 27 stig fyrir Portland sem varð fyrir áfalli þegar Rudy Fernandez lenti illa eftir harkalegt brot. Fernandez var borinn útaf á sjúkrabörum og með hálskraga. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig. Sjö leikja sigurganga New Orleans endaði í Atlanta en heimamenn í Hawks unnu 89-79 í leik liðanna í nótt. Joe Johnson var með 30 stig fyrir Atlanta og það dugði ekki Hornets að Chris Paul var með 24 stig og 10 stoðsendingar eða að David West bætti við 16 stigum og 20 fráköstum. Richard Hamilton var frábær í 98-94 sigri Detroit Pistons á Orlando Magic en hann var með 29 stig og 14 stoðsendingar í leiknum. Detoit lék án Allen Iverson sjötta leikinn í röð en liðið hefur unnið fimm af þessum sex leikjum. Antonio McDyess var með 13 stig og 18 fráköst en Detroit hefur tak á Orlando því þetta var þriðji sigur liðsins í þremur leikjum á móti Magic í vetur. Houston vann 97-95 útisigur á Denver þar sem Ron Artest skoraði 22 stig fyrir Houston. Það hefur lítið gengið hjá Houston eftir Stjörnuleikshelgina en liðið hafði tapað 8 af síðustu 11 leikjum fyrir þennan leik. Caron Butler átti flottan leik þegar Washington vann 110-99 útisigur á Minnesota Timberwolves. Butler var með 27 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Bæði liðin höfðu tapað samanlagt 14 leikjum í röð fyrir leikinn. NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Dwyane Wade tryggði Miami 130-127 sigur á Chicago Bulls í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í nótt þegar hann kórónaði enn einn stórleik sinn með þriggja stiga sigurkörfu um leið og leiktíminn rann út. Dwyane Wade skoraði 48 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 15 af 21 skoti sínu. Í lokin stal hann boltanum af John Salmons þegar þrjár sekúndur voru eftir, þaut upp völlinn og setti niður þriggja stiga skot á mikilli ferð rétt áður en leiktíminn rann út. "Hr. Dwyane Tyrone Wade yngri, ef hann er ekki orðinn kandídat fyrir að vera kosinn besti leikmaður deildarinnar, þá veit ég ekki hvað hann þarf að gera," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami eftir leikinn. Wade hafði einnig endað fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu nálægt miðlínunni og að auki tryggt Miami framlengingu þegar aðeins 11,5 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Sigur Miami þýðir að liðið er einum og hálfum leik á eftir Atlanta í baráttunni um 4. sætið inn í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Næstir á eftir Wade í stigaskorun voru Michael Beasley með 18 stig og Mario Chalmers með 17 stig. Ben Gordon skoraði 43 stig fyrir Chicago, John Salmons var með 29 stig og Derrick Rose skoraði 23 stig. Portland vann tólfta heimasigurinn í röð þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 111-94. Brandon Roy skoraði 27 stig fyrir Portland sem varð fyrir áfalli þegar Rudy Fernandez lenti illa eftir harkalegt brot. Fernandez var borinn útaf á sjúkrabörum og með hálskraga. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig. Sjö leikja sigurganga New Orleans endaði í Atlanta en heimamenn í Hawks unnu 89-79 í leik liðanna í nótt. Joe Johnson var með 30 stig fyrir Atlanta og það dugði ekki Hornets að Chris Paul var með 24 stig og 10 stoðsendingar eða að David West bætti við 16 stigum og 20 fráköstum. Richard Hamilton var frábær í 98-94 sigri Detroit Pistons á Orlando Magic en hann var með 29 stig og 14 stoðsendingar í leiknum. Detoit lék án Allen Iverson sjötta leikinn í röð en liðið hefur unnið fimm af þessum sex leikjum. Antonio McDyess var með 13 stig og 18 fráköst en Detroit hefur tak á Orlando því þetta var þriðji sigur liðsins í þremur leikjum á móti Magic í vetur. Houston vann 97-95 útisigur á Denver þar sem Ron Artest skoraði 22 stig fyrir Houston. Það hefur lítið gengið hjá Houston eftir Stjörnuleikshelgina en liðið hafði tapað 8 af síðustu 11 leikjum fyrir þennan leik. Caron Butler átti flottan leik þegar Washington vann 110-99 útisigur á Minnesota Timberwolves. Butler var með 27 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Bæði liðin höfðu tapað samanlagt 14 leikjum í röð fyrir leikinn.
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira