Boston þurfti tvær framlengingar gegn Charlotte Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2009 09:00 Ray Allen fagnar sigurkörfu sinni í nótt. Mynd/GettyImages Boston Celtics komst í hann krappann í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann Charlotte Bobcats, 111-109, eftir tvíframlengdan leik. Ray Allen tryggði Boston sigurinn með þriggja stiga körfu þegar aðeins 2,1 sekúnda var eftir af leiknum. Charlotte er að berjast um síðasta sætið í úrslitakeppnina, hafði unnið Lakers-liðið kvöldið áður og var í góðri stöðu til þess að vinna leikinn. Boston hefur gengið í gegnum meiðslahrjáðar og erfiðar vikur en náði með þessu eins leiks forskoti á Orlando sem tapaði í nótt. Paul Pierce var með 32 stig hjá Boston, Allen skoraði 21 og Rajon Rondo var með 21 stig og 9 stoðsendingar. Hjá Charlotte var Gerald Wallace með 20 stig og 10 fráköst.Chris Bosh var með 24 stig og lykilkörfu í lokin þegar Toronto Raptors vann 99-95 sigur á Orlando Magic. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð. Jose Calderon var með 21 stig fyrir Toronto og Shawn Marion bætti við 17 stigum og 15 fráköstum. Dwight Howard var með 30 stig hjá Orlando.Los Angeles Lakers komst aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð og vann 104-98 sigur á Milwaukee Bucks. Kobe Bryant var ákveðinn í að tapa ekki fleiri leikjum, hitti út 7 fyrstu skotunum sínum og endaði með 30 stig. Pau Gasol var sterkur í lokin með 8 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ramon Sessions var með þrennu hjá Bucks, 16 stig, 16 stoðsendingar og 10 fráköst.Devin Harris var með 19 stig og 11 stoðsendingar í 111-98 sigri New Jersey Nets á Detroit Pistons sem endaði fimm leikja taphrinu liðsins. Richard Hamilton skoraði 29 stig fyrir Knicks-liðið sem var að spila fjórða kvöldið í röð.Memphis Grizzlies vann fyrsta heimasigur sinn eftir Stjörnuleikshelgina þegar liðið vann 112-107 sigur á Washington Wizards. Nýliðarnir Marc Gasol og O.J. Mayo voru með 18 stig hvor. Caron Butler skoraði 31 stig fyrir Wizards og Antawn Jamison bætti við 28 stigum og 10 fráköstum en það dugði ekki til og Washington tapaði þriðja leiknum í röð.Dirk Nowitzki skoraði 30 stig í 98-96 sigri Dallas Mavericks á Miami Heat en hetja liðsins var Josh Howard sem skoraði 20 stig og fiskaði ruðning á Mario Chalmers 2,3 sekúndum fyrir leikslok. Þetta var annar sigurleikur Dallas í röð og liðið hefur ennfremur unnið 10 af 11 heimaleikjum frá Stjörnuleikshelginni. Dwyane Wade var með 23 stig og 6 stoðsendingar hjá Miami.Steve Nash var með 25 stig og 17 stoðsendingar í 114-109 sigri Phoenix Suns á Houston Rockets og hinir gömlu karlarnir, Grant Hill (23 stig), Shaquille O'Neal (22 stig) og Jason Richardson (18 stig), hjálpuðu líka til. Ron Artest var með 28 stig hjá Houston og Yao Ming bætti við 20 stigum og 14 fráköstum.Chris Paul skoraði 30 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-98 sigri New Orleans Hornets á Los Angeles Clippers. Það stefnir í mikla baráttu milli New Orleans, San Antonio og Houston um sigurinn í Suðvestur-deildinni. Eric Gordon var með 25 stig fyrir Clippers og Zach Randolph skoraði 24.Lokaleikur kvöldsins var fjörugur en Golden State Warriors vann þá 143-141 sigur á Sacramento Kings eftir framlengdan leik. Monta Ellis var með 42 stig fyrir Warriors en Kevin Martin skoraði 50 stig fyrir Kings. Ronny Turiaf tryggði Golden State sigurinn á vítalínunni 12,2 sekúndum fyrir leikslok en Sacramento klikkaði á lokaskotinu eftir að hafa tryggt sér framlengingu fyrr í leiknum. NBA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Boston Celtics komst í hann krappann í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann Charlotte Bobcats, 111-109, eftir tvíframlengdan leik. Ray Allen tryggði Boston sigurinn með þriggja stiga körfu þegar aðeins 2,1 sekúnda var eftir af leiknum. Charlotte er að berjast um síðasta sætið í úrslitakeppnina, hafði unnið Lakers-liðið kvöldið áður og var í góðri stöðu til þess að vinna leikinn. Boston hefur gengið í gegnum meiðslahrjáðar og erfiðar vikur en náði með þessu eins leiks forskoti á Orlando sem tapaði í nótt. Paul Pierce var með 32 stig hjá Boston, Allen skoraði 21 og Rajon Rondo var með 21 stig og 9 stoðsendingar. Hjá Charlotte var Gerald Wallace með 20 stig og 10 fráköst.Chris Bosh var með 24 stig og lykilkörfu í lokin þegar Toronto Raptors vann 99-95 sigur á Orlando Magic. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð. Jose Calderon var með 21 stig fyrir Toronto og Shawn Marion bætti við 17 stigum og 15 fráköstum. Dwight Howard var með 30 stig hjá Orlando.Los Angeles Lakers komst aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð og vann 104-98 sigur á Milwaukee Bucks. Kobe Bryant var ákveðinn í að tapa ekki fleiri leikjum, hitti út 7 fyrstu skotunum sínum og endaði með 30 stig. Pau Gasol var sterkur í lokin með 8 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ramon Sessions var með þrennu hjá Bucks, 16 stig, 16 stoðsendingar og 10 fráköst.Devin Harris var með 19 stig og 11 stoðsendingar í 111-98 sigri New Jersey Nets á Detroit Pistons sem endaði fimm leikja taphrinu liðsins. Richard Hamilton skoraði 29 stig fyrir Knicks-liðið sem var að spila fjórða kvöldið í röð.Memphis Grizzlies vann fyrsta heimasigur sinn eftir Stjörnuleikshelgina þegar liðið vann 112-107 sigur á Washington Wizards. Nýliðarnir Marc Gasol og O.J. Mayo voru með 18 stig hvor. Caron Butler skoraði 31 stig fyrir Wizards og Antawn Jamison bætti við 28 stigum og 10 fráköstum en það dugði ekki til og Washington tapaði þriðja leiknum í röð.Dirk Nowitzki skoraði 30 stig í 98-96 sigri Dallas Mavericks á Miami Heat en hetja liðsins var Josh Howard sem skoraði 20 stig og fiskaði ruðning á Mario Chalmers 2,3 sekúndum fyrir leikslok. Þetta var annar sigurleikur Dallas í röð og liðið hefur ennfremur unnið 10 af 11 heimaleikjum frá Stjörnuleikshelginni. Dwyane Wade var með 23 stig og 6 stoðsendingar hjá Miami.Steve Nash var með 25 stig og 17 stoðsendingar í 114-109 sigri Phoenix Suns á Houston Rockets og hinir gömlu karlarnir, Grant Hill (23 stig), Shaquille O'Neal (22 stig) og Jason Richardson (18 stig), hjálpuðu líka til. Ron Artest var með 28 stig hjá Houston og Yao Ming bætti við 20 stigum og 14 fráköstum.Chris Paul skoraði 30 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-98 sigri New Orleans Hornets á Los Angeles Clippers. Það stefnir í mikla baráttu milli New Orleans, San Antonio og Houston um sigurinn í Suðvestur-deildinni. Eric Gordon var með 25 stig fyrir Clippers og Zach Randolph skoraði 24.Lokaleikur kvöldsins var fjörugur en Golden State Warriors vann þá 143-141 sigur á Sacramento Kings eftir framlengdan leik. Monta Ellis var með 42 stig fyrir Warriors en Kevin Martin skoraði 50 stig fyrir Kings. Ronny Turiaf tryggði Golden State sigurinn á vítalínunni 12,2 sekúndum fyrir leikslok en Sacramento klikkaði á lokaskotinu eftir að hafa tryggt sér framlengingu fyrr í leiknum.
NBA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira