Körfubolti

Hörður Axel lék í allar sextíu mínúturnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson sett met í kvöld sem verður seint slegið.
Hörður Axel Vilhjálmsson sett met í kvöld sem verður seint slegið. Mynd/Stefán

Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, setti met í sögu Íslandsmóts karla í körfubolta, þegar hann lék allar 60 mínúturnar í fjórframlengdum leik KR og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í kvöld.

Þetta er aðeins í annað skipti sem leikur er í fjórframlengdur í efstu deild karla í körfubolta en hinn leikurinn var deildarleikur Skallagríms og KFÍ 19. október 1999. KFI vann þá þriggja stiga sigur, 129-132.

Clifton Bush, leikmaður KFÍ, átti gamla metið yfir flestar spilaðar mínútur í einum leik en hann lék í 59 mínútur í þessum leik Skallagríms og KFÍ fyrir níu og hálfu ári síðan. Í þeim leik náðu aðeins tveir leikmenn að spila yfir 50 mínútur en í kvöld voru það fimm leikmenn sem spiluðu í 50 mínútur eða meira.

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, tók Hörð Axel Vilhjálmsson aldrei útaf í leiknum en Hörður var með 17 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst á þessum 60 mínútum.

Flestar mínútur spilaðar í leiknum sögulega í kvöld:

1. Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík 60 mínútur

2. Jesse Pellot-Rosa, Keflavík 58 mínútur og 33 sekúndur

3. Jakob Örn Sigurðarson, KR 58 mínútur og 1 sekúnda

4. Jason Dourisseau, KR 52 mínútur og 1 sekúnda

5. Helgi Már Magnússon, KR 50 mínútur og 9 sekúndur

6. Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Keflavík 47 mínútur og 18 sekúndur

7. Jón Arnór Stefánsson 45 mínútur og 2 sekúndur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×