Stefnt að því að rjúfa þing í dag eða á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2009 12:21 Stjórnarskipunarfrumvarpið var kallað inn í nefnd á Alþingi í nótt þótt annarri umræðu um málið væri ekki lokið, til að freista þess að ná samkomulagi við Sjálfstæðisflokinn um afgreiðslu málsins. Átján mál eru á málaskrá þingsins í dag, sem forseti Alþingis vonast til að hægt verði að afgreiða sem lög áður en dagurinn er liðinn. Fundir stóðu yfir á Alþingi til klukkan rúmlega tvö í nótt þar sem rætt var um stjórnlagafrumvarpið. Sjálfstæðismenn héldu áfram ræðuhöldum þrátt fyrir að Framsóknarmenn hefðu fallið frá ákvæði um stjórnlagaþing, en Sjálfstæðismenn hafa helst gagnrýnt þann hluta frumvarpsins. Lúðvík Bergvinsson varaformaður sérnefndar um stjórnarskrármálið kallaði málið til nefndar þótt umræðu væri ekki lokið. Guðbjartur Hannesson forseti Alþingis segist reikna með að það hafi Lúðvík gert vegna þess að hann teldi einhvern möguleika á samkomulagi um afgreiðslu málsins. Þingmenn, að mestu Sjálfstæðisþingmenn, hafa rætt stjórnlagafrumvarpið í um 45 klukkustundir og að auki hafa verið gerðar um sex hundruð athugasemdir í umræðunni sem tekið hafa um 14 klukkustundir. Á dagskrá Alþingis í dag að loknum umræðum um störf þingsins, eru átján lagafrumvörp, þar af átta í þriðju umræðu en hin eru öll í annarri umræðu fyrir utan frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar sem enn er í fyrstu umræðu. Forseti Alþingis vonast til að hægt verði að afgreiða öll þessi frumvörp sem lög frá Alþingi í dag eða í kvöld, þannig að jafnvel verði hægt að rjúfa þing í dag, eða í síðasta lagi um hádegi á morgun. Það veltur þó á hvað kemur út úr nefndarstörfum varðandi stjórnlagafrumvarpið. En í gær leit út fyrir að Sjálfstæðismenn vildu einnig fella út úr stjórnlagafrumvarpinu ákvæði um þjóðareign á auðlindum og ákvæði um möguleika almennings til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Þetta kemur væntanlega í ljós um hádegisbilið, þegar forseti fundar með formönnum þingflokka og niðurstaða hefur fengist í nefndarstörfum. Kosningar 2009 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Stjórnarskipunarfrumvarpið var kallað inn í nefnd á Alþingi í nótt þótt annarri umræðu um málið væri ekki lokið, til að freista þess að ná samkomulagi við Sjálfstæðisflokinn um afgreiðslu málsins. Átján mál eru á málaskrá þingsins í dag, sem forseti Alþingis vonast til að hægt verði að afgreiða sem lög áður en dagurinn er liðinn. Fundir stóðu yfir á Alþingi til klukkan rúmlega tvö í nótt þar sem rætt var um stjórnlagafrumvarpið. Sjálfstæðismenn héldu áfram ræðuhöldum þrátt fyrir að Framsóknarmenn hefðu fallið frá ákvæði um stjórnlagaþing, en Sjálfstæðismenn hafa helst gagnrýnt þann hluta frumvarpsins. Lúðvík Bergvinsson varaformaður sérnefndar um stjórnarskrármálið kallaði málið til nefndar þótt umræðu væri ekki lokið. Guðbjartur Hannesson forseti Alþingis segist reikna með að það hafi Lúðvík gert vegna þess að hann teldi einhvern möguleika á samkomulagi um afgreiðslu málsins. Þingmenn, að mestu Sjálfstæðisþingmenn, hafa rætt stjórnlagafrumvarpið í um 45 klukkustundir og að auki hafa verið gerðar um sex hundruð athugasemdir í umræðunni sem tekið hafa um 14 klukkustundir. Á dagskrá Alþingis í dag að loknum umræðum um störf þingsins, eru átján lagafrumvörp, þar af átta í þriðju umræðu en hin eru öll í annarri umræðu fyrir utan frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar sem enn er í fyrstu umræðu. Forseti Alþingis vonast til að hægt verði að afgreiða öll þessi frumvörp sem lög frá Alþingi í dag eða í kvöld, þannig að jafnvel verði hægt að rjúfa þing í dag, eða í síðasta lagi um hádegi á morgun. Það veltur þó á hvað kemur út úr nefndarstörfum varðandi stjórnlagafrumvarpið. En í gær leit út fyrir að Sjálfstæðismenn vildu einnig fella út úr stjórnlagafrumvarpinu ákvæði um þjóðareign á auðlindum og ákvæði um möguleika almennings til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Þetta kemur væntanlega í ljós um hádegisbilið, þegar forseti fundar með formönnum þingflokka og niðurstaða hefur fengist í nefndarstörfum.
Kosningar 2009 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira