Fótbolti

Kaká: Augljóst að tæki tíma að slípa liðið saman

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Brasilíumaðurinn Kaká segir að það hafi átt að vera öllum ljóst sem eitthvað vita um fótbolta að það tæki smá tíma að púsla saman nýju liði hjá Real Madrid.

Kaká vissi að það væru miklar væntingar hjá félaginu en honum var brugðið að sjá viðbrögðin við því að árangur og flottur leikur kæmi ekki í fyrsta leik.

„Fjölmiðlarnir og fólkið bjuggu til þannig stemningu að með nýju mönnunum væri liðið stórkostlegt í fyrsta leik. Fólk sem veit eitthvað um fótbolta gerir sér aftur á móti grein fyrir að þessir hlutir taka tíma," sagði Kaká.

„Það verða auðvitað alltaf miklar væntingar hérna og auðvitað er það ekki eðlilegt fyrir Real að tapa gegn neðrideildarliði. En að búast við því að við vinnum alla leiki 4-0 og tala um krísu og reka þjálfarann þegar við erum rétt á eftir Barca í deildinni og á toppnum í Meistaradeildinni með Milan er bilun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×