Fótbolti

Amauri tilbúinn að spila fyrir Ítalíu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Amauri.
Amauri. Nordic photos/Getty images

Brasilíumaðurinn Amauri hjá Juventus bíður nú eftir því að fá ítalskt ríkisfang en það mun ganga í gegn í september. Framherjinn segist þá vera tilbúinn að spila fyrir ítalska landsliðið ef landsliðsþjálfarinn Lippi vilji nota sig.

„Það verður mikill heiður fyrir mig að fá ítalskt ríkisfang. Ég er tilbúinn ef kallið kemur og eins og ég hef alltaf sagt að með því að klæðast bláu treyjunni, þá gæti ég gefið til baka það sem Ítalía hefur gefið mér," segir Amauri í samtali við Gazzetta dello Sport.

Amauri er 29 ára gamall og gerði garðinn frægann hjá Palermo þar sem hann skoraði 23 mörk í 52 leikjum í Serie A. Hann hefur nú leikið sitt fyrsta tímabil með Juventus og skoraði þá 12 mörk í 32 leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×