Fótbolti

Eiður Smári: Ég mun ekki taka ákvörðun í flýti

Ómar Þorgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Nordic photos/AFP

Eiður Smári Guðjohnsen ítrekar í viðtali á heimasíðu UEFA í dag að hann útiloki ekki að vera áfram hjá Barcelona á næstu leiktíð og ætli í það minnsta ekki að flýta sér að taka ákvörðun um framtíð sína.

En líkt og síðasta sumar hefur hann verið sterklega orðaður við önnur félög.

„Ég einbeiti mér núna bara að því að æfa vel með Barcelona og undirbúa mig fyrir komandi tímabil. Í fyrra spilaði ég marga leiki í upphafi tímabils með Barcelona og naut þess mjög.

Þó svo að ég hefði ef til vill viljað spila fleiri leiki þegar uppi var staðið þá tók ég samt þátt í frábæru tímabili með félaginu og sé því alls ekki eftir því að hafa verið áfram á Spáni," segir Eiður Smári sem tók þátt í 33 leikjum með Börsungum á síðustu leiktíð.

„Ég get spilað hvar á vellinum sem stjórinn vill að ég spili. Hvort sem ég spila aftarlega á miðjunni eða í framlínunni, það skiptir ekki máli. Ég nýt þess bara á meðan ég er á vellinum," segir Eiður Smári í viðtali á heimasíðu UEFA í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×