Alþjóðabankinn: Lausn á kreppunni ekki handan við hornið 6. júlí 2009 12:30 Lausn á efnahagskreppunni er ekki handan við hornið. Þetta eru skilaboð bankastjóra Alþjóðabankans til leiðtoga helstu iðnríkja heims sem nú eru komnir saman til fundar á Ítalíu. Í bréfi sem Robert Zoellick bandastjóri Alþjóðabankans sendi leiðtogunum segir að inngrip seðlabanka og ríkisstjórna virðist hafa stöðvað hrapið í hagkerfum heimsins með því að styrkja fjármálamarkaði og auka eftirspurn. Zoellick segir að engu að síður verði árið 2009 hættulegt ár og að alls sé óvíst um hagvöxt á næsta ári. Hann segir að hann geri sér grein fyrir því að sum hinna þróaðri iðnríkja geri því nú skóna að dæmið sé að snúast við. Því fari hinsvegar fjarri að svo sé um þróunarlöndin sem enn eigi eftir að þola miklar þjáningar. Alþjóðabankinn áætlar að landsframleiðsla í þróunarlöndunum að Kína og Indlandi frátöldum muni minnka um 1.6 prósent. Zoellick segir í bréfi sínu að eins prósents samdráttur í landsframleiðslu geti fest allt að tuttugu milljónir manna í sárri fátækt. Iðnríkin megi því ekki gleyma þróunarlöndunum þótt þröngt sé fyrir dyrum heimafyrir. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Lausn á efnahagskreppunni er ekki handan við hornið. Þetta eru skilaboð bankastjóra Alþjóðabankans til leiðtoga helstu iðnríkja heims sem nú eru komnir saman til fundar á Ítalíu. Í bréfi sem Robert Zoellick bandastjóri Alþjóðabankans sendi leiðtogunum segir að inngrip seðlabanka og ríkisstjórna virðist hafa stöðvað hrapið í hagkerfum heimsins með því að styrkja fjármálamarkaði og auka eftirspurn. Zoellick segir að engu að síður verði árið 2009 hættulegt ár og að alls sé óvíst um hagvöxt á næsta ári. Hann segir að hann geri sér grein fyrir því að sum hinna þróaðri iðnríkja geri því nú skóna að dæmið sé að snúast við. Því fari hinsvegar fjarri að svo sé um þróunarlöndin sem enn eigi eftir að þola miklar þjáningar. Alþjóðabankinn áætlar að landsframleiðsla í þróunarlöndunum að Kína og Indlandi frátöldum muni minnka um 1.6 prósent. Zoellick segir í bréfi sínu að eins prósents samdráttur í landsframleiðslu geti fest allt að tuttugu milljónir manna í sárri fátækt. Iðnríkin megi því ekki gleyma þróunarlöndunum þótt þröngt sé fyrir dyrum heimafyrir.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira