Sjálfstæðismenn hræddir við þjóðina 1. apríl 2009 20:12 Atli Gíslason og Birgir Ármannsson. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, telur að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina og gráir fyrir járnum að formsástæðum þegar kemur að breytingum á stjórnarskránni. Ekki sé um efnislega ágreining að ræða í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrárfrumvarp sem forystumenn allra flokka standa að fyrir utan Sjálfstæðisflokk. Atli og Birgir Ármannsson tókust á um stjórnarskrárbreytingar í Kastljósi í kvöld. Frumvarpið kveður meðal annars á um að stjórnlagaþing verði sett á laggirnar. Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðareign á auðlindum verði bætt við stjórnarskránna. Birgir sagði að tillögurnar væru ekki nægjanlega vel unnar. Verið verið að ræða um málið og þrýsta því í gegn af því að Framsóknarflokkurinn gerði það sem eitt af skilyrðum sínum fyrir stuðningi sínum við minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Birgir sagði hægt væri að ná sátt um nokkur atriði í frumvarpinu með meiri vinnu. Hann sagði að það væri þversögn að setja á legg stjórnlagaþing en jafnframt keyra í gegn breytingar sem muni að sjálfsögðu koma inn á borð stjórnlagaþings. Þá sagði Birgir eðilegt að niðurstaða stjórnlagaþings verði ráðgefandi. Atli sagði að í haust hafi ekki einungis verið efnahagshrun heldur einnig lýðræðishrun. Almenningur kalli á aukið lýðræði og meiri völd. Engin efnislegur ágreiningur er um frumvarpið, að mati Atla. Svo virðist sem að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina. Helst sé tekist á um það hvort að stjórnalagþing eigi að vera ráðgefandi eða stjórnarskrárgefandi. „Við erum bara að færa fólkinu í landinu völd." „Stjórnarlagaþing í þeirri mynd sem hér er verið að leggja til á sér engin fordæmi í löndum í kringum okkur," sagði Birgir. Nema þá í Þýskalandi eftir síðari heimsstyrjöldina og fall nasismans í Suður-Afríku eftir hrun aðskilnaðarstefnunnar. „Ég held með fullri virðingu fyrir þeim erfiðleikum sem við Íslendingar eigum við að glíma núna sé ekki hægt með neinu móti bera þetta saman við slíkar aðstæður." Kosningar 2009 Tengdar fréttir Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd í andstöðu við minnihluta Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni sem tekist hefur verið á um í sérnefnd um stjórnarskrármál undanfarið, hefur verið afgreitt úr nefndinni. Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs á þingi í dag og sagði að ekki hafi verið fullreynt um að ná samkomulagi innan nefndarinnar. 1. apríl 2009 13:56 Afgreitt í bullandi ágreiningi Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarskrárfrumvarp hafi nú í fyrsta sinn í 50 ár verið afgreitt úr nefnd í bullandi ágreiningi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ófært að standa að afgreiðslunni bæði vegna málsmeðferðar og efnisinnihalds frumvarpsins. 1. apríl 2009 19:29 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, telur að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina og gráir fyrir járnum að formsástæðum þegar kemur að breytingum á stjórnarskránni. Ekki sé um efnislega ágreining að ræða í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrárfrumvarp sem forystumenn allra flokka standa að fyrir utan Sjálfstæðisflokk. Atli og Birgir Ármannsson tókust á um stjórnarskrárbreytingar í Kastljósi í kvöld. Frumvarpið kveður meðal annars á um að stjórnlagaþing verði sett á laggirnar. Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðareign á auðlindum verði bætt við stjórnarskránna. Birgir sagði að tillögurnar væru ekki nægjanlega vel unnar. Verið verið að ræða um málið og þrýsta því í gegn af því að Framsóknarflokkurinn gerði það sem eitt af skilyrðum sínum fyrir stuðningi sínum við minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Birgir sagði hægt væri að ná sátt um nokkur atriði í frumvarpinu með meiri vinnu. Hann sagði að það væri þversögn að setja á legg stjórnlagaþing en jafnframt keyra í gegn breytingar sem muni að sjálfsögðu koma inn á borð stjórnlagaþings. Þá sagði Birgir eðilegt að niðurstaða stjórnlagaþings verði ráðgefandi. Atli sagði að í haust hafi ekki einungis verið efnahagshrun heldur einnig lýðræðishrun. Almenningur kalli á aukið lýðræði og meiri völd. Engin efnislegur ágreiningur er um frumvarpið, að mati Atla. Svo virðist sem að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina. Helst sé tekist á um það hvort að stjórnalagþing eigi að vera ráðgefandi eða stjórnarskrárgefandi. „Við erum bara að færa fólkinu í landinu völd." „Stjórnarlagaþing í þeirri mynd sem hér er verið að leggja til á sér engin fordæmi í löndum í kringum okkur," sagði Birgir. Nema þá í Þýskalandi eftir síðari heimsstyrjöldina og fall nasismans í Suður-Afríku eftir hrun aðskilnaðarstefnunnar. „Ég held með fullri virðingu fyrir þeim erfiðleikum sem við Íslendingar eigum við að glíma núna sé ekki hægt með neinu móti bera þetta saman við slíkar aðstæður."
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd í andstöðu við minnihluta Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni sem tekist hefur verið á um í sérnefnd um stjórnarskrármál undanfarið, hefur verið afgreitt úr nefndinni. Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs á þingi í dag og sagði að ekki hafi verið fullreynt um að ná samkomulagi innan nefndarinnar. 1. apríl 2009 13:56 Afgreitt í bullandi ágreiningi Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarskrárfrumvarp hafi nú í fyrsta sinn í 50 ár verið afgreitt úr nefnd í bullandi ágreiningi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ófært að standa að afgreiðslunni bæði vegna málsmeðferðar og efnisinnihalds frumvarpsins. 1. apríl 2009 19:29 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd í andstöðu við minnihluta Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni sem tekist hefur verið á um í sérnefnd um stjórnarskrármál undanfarið, hefur verið afgreitt úr nefndinni. Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs á þingi í dag og sagði að ekki hafi verið fullreynt um að ná samkomulagi innan nefndarinnar. 1. apríl 2009 13:56
Afgreitt í bullandi ágreiningi Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarskrárfrumvarp hafi nú í fyrsta sinn í 50 ár verið afgreitt úr nefnd í bullandi ágreiningi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ófært að standa að afgreiðslunni bæði vegna málsmeðferðar og efnisinnihalds frumvarpsins. 1. apríl 2009 19:29