Sjálfstæðismenn hræddir við þjóðina 1. apríl 2009 20:12 Atli Gíslason og Birgir Ármannsson. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, telur að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina og gráir fyrir járnum að formsástæðum þegar kemur að breytingum á stjórnarskránni. Ekki sé um efnislega ágreining að ræða í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrárfrumvarp sem forystumenn allra flokka standa að fyrir utan Sjálfstæðisflokk. Atli og Birgir Ármannsson tókust á um stjórnarskrárbreytingar í Kastljósi í kvöld. Frumvarpið kveður meðal annars á um að stjórnlagaþing verði sett á laggirnar. Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðareign á auðlindum verði bætt við stjórnarskránna. Birgir sagði að tillögurnar væru ekki nægjanlega vel unnar. Verið verið að ræða um málið og þrýsta því í gegn af því að Framsóknarflokkurinn gerði það sem eitt af skilyrðum sínum fyrir stuðningi sínum við minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Birgir sagði hægt væri að ná sátt um nokkur atriði í frumvarpinu með meiri vinnu. Hann sagði að það væri þversögn að setja á legg stjórnlagaþing en jafnframt keyra í gegn breytingar sem muni að sjálfsögðu koma inn á borð stjórnlagaþings. Þá sagði Birgir eðilegt að niðurstaða stjórnlagaþings verði ráðgefandi. Atli sagði að í haust hafi ekki einungis verið efnahagshrun heldur einnig lýðræðishrun. Almenningur kalli á aukið lýðræði og meiri völd. Engin efnislegur ágreiningur er um frumvarpið, að mati Atla. Svo virðist sem að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina. Helst sé tekist á um það hvort að stjórnalagþing eigi að vera ráðgefandi eða stjórnarskrárgefandi. „Við erum bara að færa fólkinu í landinu völd." „Stjórnarlagaþing í þeirri mynd sem hér er verið að leggja til á sér engin fordæmi í löndum í kringum okkur," sagði Birgir. Nema þá í Þýskalandi eftir síðari heimsstyrjöldina og fall nasismans í Suður-Afríku eftir hrun aðskilnaðarstefnunnar. „Ég held með fullri virðingu fyrir þeim erfiðleikum sem við Íslendingar eigum við að glíma núna sé ekki hægt með neinu móti bera þetta saman við slíkar aðstæður." Kosningar 2009 Tengdar fréttir Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd í andstöðu við minnihluta Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni sem tekist hefur verið á um í sérnefnd um stjórnarskrármál undanfarið, hefur verið afgreitt úr nefndinni. Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs á þingi í dag og sagði að ekki hafi verið fullreynt um að ná samkomulagi innan nefndarinnar. 1. apríl 2009 13:56 Afgreitt í bullandi ágreiningi Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarskrárfrumvarp hafi nú í fyrsta sinn í 50 ár verið afgreitt úr nefnd í bullandi ágreiningi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ófært að standa að afgreiðslunni bæði vegna málsmeðferðar og efnisinnihalds frumvarpsins. 1. apríl 2009 19:29 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, telur að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina og gráir fyrir járnum að formsástæðum þegar kemur að breytingum á stjórnarskránni. Ekki sé um efnislega ágreining að ræða í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrárfrumvarp sem forystumenn allra flokka standa að fyrir utan Sjálfstæðisflokk. Atli og Birgir Ármannsson tókust á um stjórnarskrárbreytingar í Kastljósi í kvöld. Frumvarpið kveður meðal annars á um að stjórnlagaþing verði sett á laggirnar. Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðareign á auðlindum verði bætt við stjórnarskránna. Birgir sagði að tillögurnar væru ekki nægjanlega vel unnar. Verið verið að ræða um málið og þrýsta því í gegn af því að Framsóknarflokkurinn gerði það sem eitt af skilyrðum sínum fyrir stuðningi sínum við minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Birgir sagði hægt væri að ná sátt um nokkur atriði í frumvarpinu með meiri vinnu. Hann sagði að það væri þversögn að setja á legg stjórnlagaþing en jafnframt keyra í gegn breytingar sem muni að sjálfsögðu koma inn á borð stjórnlagaþings. Þá sagði Birgir eðilegt að niðurstaða stjórnlagaþings verði ráðgefandi. Atli sagði að í haust hafi ekki einungis verið efnahagshrun heldur einnig lýðræðishrun. Almenningur kalli á aukið lýðræði og meiri völd. Engin efnislegur ágreiningur er um frumvarpið, að mati Atla. Svo virðist sem að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina. Helst sé tekist á um það hvort að stjórnalagþing eigi að vera ráðgefandi eða stjórnarskrárgefandi. „Við erum bara að færa fólkinu í landinu völd." „Stjórnarlagaþing í þeirri mynd sem hér er verið að leggja til á sér engin fordæmi í löndum í kringum okkur," sagði Birgir. Nema þá í Þýskalandi eftir síðari heimsstyrjöldina og fall nasismans í Suður-Afríku eftir hrun aðskilnaðarstefnunnar. „Ég held með fullri virðingu fyrir þeim erfiðleikum sem við Íslendingar eigum við að glíma núna sé ekki hægt með neinu móti bera þetta saman við slíkar aðstæður."
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd í andstöðu við minnihluta Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni sem tekist hefur verið á um í sérnefnd um stjórnarskrármál undanfarið, hefur verið afgreitt úr nefndinni. Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs á þingi í dag og sagði að ekki hafi verið fullreynt um að ná samkomulagi innan nefndarinnar. 1. apríl 2009 13:56 Afgreitt í bullandi ágreiningi Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarskrárfrumvarp hafi nú í fyrsta sinn í 50 ár verið afgreitt úr nefnd í bullandi ágreiningi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ófært að standa að afgreiðslunni bæði vegna málsmeðferðar og efnisinnihalds frumvarpsins. 1. apríl 2009 19:29 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd í andstöðu við minnihluta Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni sem tekist hefur verið á um í sérnefnd um stjórnarskrármál undanfarið, hefur verið afgreitt úr nefndinni. Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs á þingi í dag og sagði að ekki hafi verið fullreynt um að ná samkomulagi innan nefndarinnar. 1. apríl 2009 13:56
Afgreitt í bullandi ágreiningi Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarskrárfrumvarp hafi nú í fyrsta sinn í 50 ár verið afgreitt úr nefnd í bullandi ágreiningi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ófært að standa að afgreiðslunni bæði vegna málsmeðferðar og efnisinnihalds frumvarpsins. 1. apríl 2009 19:29