Fótbolti

Umboðsmaður: Grygera er ekki í viðræðum við Barcelona

Ómar Þorgeirsson skrifar
Zdenek Grygera í leik með Juventus.
Zdenek Grygera í leik með Juventus. Nordic photos/AFP

Umboðsmaður varnarmannsins Zdenek Grygera hjá Juventus hefur þverneitað sögusögnum þess efnis að Tékkinn sé í viðræðum við Barcelona en spænska félagið hefur verið orðað við leikmanna meira og minn í allt sumar.

Eftir komu Fabio Cannavaro og Martin Caceres til Tórínóborgar félagsins hefur hinn 29 ára gamli Grygera einnig verið orðaður við félög í Tyrklandi en umboðsmaður hans ítrekar hins vegar að skjólstæðingur sinn sé ánægður hjá Juventus.

„Barcelona? Juventus er ekki búið að heyra neitt frá þeim og ég ekki heldur. Það er í raun ekkert að frétta annað en það að Zdenek er ánægður hjá Juventus og vill berjast fyrir sæti sínu í byrjunarliðinu," segir umboðsmaðurinn Mino Raiola.

Grygera kom til Juventus frá Ajax árið 2007 og skrifaði þá undir samning við félagið út keppnistímabilið 2012.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×