Annar bankastjórinn tók ákvörðun um styrkveitingu Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. apríl 2009 21:30 Bjarni Benediktsson segir að annar bankastjóri Landsbankans hafi tekið ákvörðun um að veita Sjálfstæðisflokknum styrk að upphæð 25 milljónir króna. Mynd/ Pjetur. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið var það annar bankastjórinn sem tók ákvörðunina en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þær ákvarðanir sem teknar voru í Landsbankanum fyrir tveimur árum," segir Bjarni Benediktsson,. formaður Sjálfstæðisflokksins. Eins og komið hefur fram í fréttum veitti Landsbanki Íslands Sjálfstæðisflokknum 25 milljóna króna styrk árið 2006 og FL Group veitti styrkti flokkinn um 30 milljónir. Bjarni vildi ekki segja hvor bankastjórinn hefði tekið ákvörðun um styrkveitingu Landsbankans við Sjálfstæðisflokkinn. Bankastjórarnir voru tveir á þessum tíma, þeir Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson. Styrkirnir voru til umræðu á þingflokksfundi hjá Sjálfstæðisflokknum í dag, en auk þess var rætt um kosningabaráttuna framundan, þingstörf og framkvæmdastjóraskipti sem fóru fram í dag. Varðandi umræðuna um styrkveitinguna segir Bjarni að hafa verði í huga að um sé að ræða atburði sem hafi átt sér stað fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins, hafi stigið fram og sagst hafa tekið þá ákvörðun að veita styrkjunum viðtöku. Það sem skipti mestu máli sé að þeirri spurningu hafi verið svarað. Þá segir Bjarni að það liggi fyrir að styrkirnir hefðu ekki verið veittir Sjálfstæðisflokknum nema vegna þess að æðstu stjórnendur fyrirtækjanna hafi samþykkt að veita þá. Þeir verði sjálfir að svara þeirri spurningu á hvaða forsendu það hafi verið gert. „Hvað stendur út af í málinu. Jú, það er rætt um það hverjir hafi komið við sögu. Ég hef verið að nota minn tíma, að stórum hluta til síðustu daga, til að fá heildarsýn á það, eins og ég get í þeirri aðstöðu sem ég er í í dag. Og mér finnst engin ástæða til að halda einhverju til hliðar í því. Þvert á móti held ég að nauðsynlegt sé að það sé allt upp á borðum. Þegar það skýrist er ég reiðubúinn til að tjá mig um það. En ég er ennþá í þeirri vinnu," segir Bjarni. Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Halldóri J. Kristjánssyni né Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi bankastjórum Landsbankans, í dag. Kosningar 2009 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
„Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið var það annar bankastjórinn sem tók ákvörðunina en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þær ákvarðanir sem teknar voru í Landsbankanum fyrir tveimur árum," segir Bjarni Benediktsson,. formaður Sjálfstæðisflokksins. Eins og komið hefur fram í fréttum veitti Landsbanki Íslands Sjálfstæðisflokknum 25 milljóna króna styrk árið 2006 og FL Group veitti styrkti flokkinn um 30 milljónir. Bjarni vildi ekki segja hvor bankastjórinn hefði tekið ákvörðun um styrkveitingu Landsbankans við Sjálfstæðisflokkinn. Bankastjórarnir voru tveir á þessum tíma, þeir Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson. Styrkirnir voru til umræðu á þingflokksfundi hjá Sjálfstæðisflokknum í dag, en auk þess var rætt um kosningabaráttuna framundan, þingstörf og framkvæmdastjóraskipti sem fóru fram í dag. Varðandi umræðuna um styrkveitinguna segir Bjarni að hafa verði í huga að um sé að ræða atburði sem hafi átt sér stað fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins, hafi stigið fram og sagst hafa tekið þá ákvörðun að veita styrkjunum viðtöku. Það sem skipti mestu máli sé að þeirri spurningu hafi verið svarað. Þá segir Bjarni að það liggi fyrir að styrkirnir hefðu ekki verið veittir Sjálfstæðisflokknum nema vegna þess að æðstu stjórnendur fyrirtækjanna hafi samþykkt að veita þá. Þeir verði sjálfir að svara þeirri spurningu á hvaða forsendu það hafi verið gert. „Hvað stendur út af í málinu. Jú, það er rætt um það hverjir hafi komið við sögu. Ég hef verið að nota minn tíma, að stórum hluta til síðustu daga, til að fá heildarsýn á það, eins og ég get í þeirri aðstöðu sem ég er í í dag. Og mér finnst engin ástæða til að halda einhverju til hliðar í því. Þvert á móti held ég að nauðsynlegt sé að það sé allt upp á borðum. Þegar það skýrist er ég reiðubúinn til að tjá mig um það. En ég er ennþá í þeirri vinnu," segir Bjarni. Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Halldóri J. Kristjánssyni né Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi bankastjórum Landsbankans, í dag.
Kosningar 2009 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira