Bretar segjast ekki hafa beitt AGS þrýstingi Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 1. ágúst 2009 11:12 Franek Rozwadowski, fastafulltrúi AGS á Íslandi. Bretar neituðu í gær að hafa beitt Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þrýstingi vegna Icesave, að því er fram kemur í fréttaskýringu í breska viðskiptablaðinu Financial Times. Þar kemur fram að íslensk yfirvöld gruni að AGS reyni að þrýsta á Alþingi um að staðfesta Icesave samninginn með því að tefja lán til landsins. Bretar segjast hins vegar hvergi hafa komið þar nærri og benda á að það séu þeirra hagsmunir að íslenskt efnahagslíf taki við sér. „Ríkisstjórnin styður áætlun AGS á Íslandi fullkomlega," segir fjármálaráðuneyti Bretlands. Í fréttaskýringunni segir að í London finnist mönnum sem Íslendingar hafi tilhneigingu til að sjá breskt eða hollenskt samsæri að baki öllum slæmum fréttum. Þá hafi Íslendingar gerst andsnúnir Bretum eftir að þeir beittu Landsbankann hryðjuverkalögum í október og reiði almennings hafi aftur blossað upp eftir að skilmálar Icesave samningsins voru gerðir ljósir. Fréttaskýringu Financial Times má lesa hér, en þar er einnig fjallað um það hvernig AGS hefur reynt að gera sem minnst úr ósættinu við íslensk stjórnvöld vegna frestunar lána sjóðsins. Tengdar fréttir Lán AGS frestast um mánuð Yfirvöldum hefur nú borist formleg staðfesting á því að framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni ekki taka fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands áður en hún fer í tveggja vikna sumarleyfi þann 7. ágúst líkt og að var stefnt, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 30. júlí 2009 22:20 Pólitíkin réði fyrirtöku AGS að lokum „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur aldrei verið með hótanir í mín eyru,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir á blaðamannafundi í gær spurð hvort AGS hafi haft í hótunum við íslensk stjórnvöld um að fyrirtaka sjóðsins myndi frestast ef ekki yrði gengið frá Icesave. 1. ágúst 2009 05:00 Frestun AGS gæti fælt kröfuhafa frá bönkunum „Ég óttast að þetta fæli kröfuhafana frá því að verða eigendur að bönkunum. Það er erfitt að ætla að verða eigandi banka þegar þú veist ekki hver aðkoma stjórnvalda er að bankakerfinu," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um frestun Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins (AGS) á lánveitingu til Íslands. 1. ágúst 2009 07:30 AGS lánið frestast Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn frestar endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og mun annar hluti láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum ekki verða greiddur í næstu viku. Taka átti endurskoðunina fyrir á mánudag. „Það mun ekki gerast í næstu viku teljum við," er haft eftir Caroline Atkinson hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á vef Bloomberg. 30. júlí 2009 15:36 Samkomulag um endurskoðun AGS um mánaðarmótin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur náð samkomulagi við íslensk stjórnvöld um að endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætluninni fyrir Íslandi muni ljúka um næstu mánaðarmót, það er í lok ágúst eða byrjun september. 1. ágúst 2009 09:34 Stjórnvöld ekki látin vita af frestun AGS láns Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun ekki taka málefni Íslands fyrir næsta mánudag, samkvæmt talsmanni sjóðsins. Ríkisstjórninni hefur þó ekki borist formleg tilkynning um þetta. 30. júlí 2009 18:56 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bretar neituðu í gær að hafa beitt Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þrýstingi vegna Icesave, að því er fram kemur í fréttaskýringu í breska viðskiptablaðinu Financial Times. Þar kemur fram að íslensk yfirvöld gruni að AGS reyni að þrýsta á Alþingi um að staðfesta Icesave samninginn með því að tefja lán til landsins. Bretar segjast hins vegar hvergi hafa komið þar nærri og benda á að það séu þeirra hagsmunir að íslenskt efnahagslíf taki við sér. „Ríkisstjórnin styður áætlun AGS á Íslandi fullkomlega," segir fjármálaráðuneyti Bretlands. Í fréttaskýringunni segir að í London finnist mönnum sem Íslendingar hafi tilhneigingu til að sjá breskt eða hollenskt samsæri að baki öllum slæmum fréttum. Þá hafi Íslendingar gerst andsnúnir Bretum eftir að þeir beittu Landsbankann hryðjuverkalögum í október og reiði almennings hafi aftur blossað upp eftir að skilmálar Icesave samningsins voru gerðir ljósir. Fréttaskýringu Financial Times má lesa hér, en þar er einnig fjallað um það hvernig AGS hefur reynt að gera sem minnst úr ósættinu við íslensk stjórnvöld vegna frestunar lána sjóðsins.
Tengdar fréttir Lán AGS frestast um mánuð Yfirvöldum hefur nú borist formleg staðfesting á því að framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni ekki taka fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands áður en hún fer í tveggja vikna sumarleyfi þann 7. ágúst líkt og að var stefnt, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 30. júlí 2009 22:20 Pólitíkin réði fyrirtöku AGS að lokum „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur aldrei verið með hótanir í mín eyru,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir á blaðamannafundi í gær spurð hvort AGS hafi haft í hótunum við íslensk stjórnvöld um að fyrirtaka sjóðsins myndi frestast ef ekki yrði gengið frá Icesave. 1. ágúst 2009 05:00 Frestun AGS gæti fælt kröfuhafa frá bönkunum „Ég óttast að þetta fæli kröfuhafana frá því að verða eigendur að bönkunum. Það er erfitt að ætla að verða eigandi banka þegar þú veist ekki hver aðkoma stjórnvalda er að bankakerfinu," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um frestun Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins (AGS) á lánveitingu til Íslands. 1. ágúst 2009 07:30 AGS lánið frestast Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn frestar endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og mun annar hluti láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum ekki verða greiddur í næstu viku. Taka átti endurskoðunina fyrir á mánudag. „Það mun ekki gerast í næstu viku teljum við," er haft eftir Caroline Atkinson hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á vef Bloomberg. 30. júlí 2009 15:36 Samkomulag um endurskoðun AGS um mánaðarmótin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur náð samkomulagi við íslensk stjórnvöld um að endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætluninni fyrir Íslandi muni ljúka um næstu mánaðarmót, það er í lok ágúst eða byrjun september. 1. ágúst 2009 09:34 Stjórnvöld ekki látin vita af frestun AGS láns Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun ekki taka málefni Íslands fyrir næsta mánudag, samkvæmt talsmanni sjóðsins. Ríkisstjórninni hefur þó ekki borist formleg tilkynning um þetta. 30. júlí 2009 18:56 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Lán AGS frestast um mánuð Yfirvöldum hefur nú borist formleg staðfesting á því að framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni ekki taka fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands áður en hún fer í tveggja vikna sumarleyfi þann 7. ágúst líkt og að var stefnt, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 30. júlí 2009 22:20
Pólitíkin réði fyrirtöku AGS að lokum „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur aldrei verið með hótanir í mín eyru,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir á blaðamannafundi í gær spurð hvort AGS hafi haft í hótunum við íslensk stjórnvöld um að fyrirtaka sjóðsins myndi frestast ef ekki yrði gengið frá Icesave. 1. ágúst 2009 05:00
Frestun AGS gæti fælt kröfuhafa frá bönkunum „Ég óttast að þetta fæli kröfuhafana frá því að verða eigendur að bönkunum. Það er erfitt að ætla að verða eigandi banka þegar þú veist ekki hver aðkoma stjórnvalda er að bankakerfinu," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um frestun Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins (AGS) á lánveitingu til Íslands. 1. ágúst 2009 07:30
AGS lánið frestast Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn frestar endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og mun annar hluti láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum ekki verða greiddur í næstu viku. Taka átti endurskoðunina fyrir á mánudag. „Það mun ekki gerast í næstu viku teljum við," er haft eftir Caroline Atkinson hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á vef Bloomberg. 30. júlí 2009 15:36
Samkomulag um endurskoðun AGS um mánaðarmótin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur náð samkomulagi við íslensk stjórnvöld um að endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætluninni fyrir Íslandi muni ljúka um næstu mánaðarmót, það er í lok ágúst eða byrjun september. 1. ágúst 2009 09:34
Stjórnvöld ekki látin vita af frestun AGS láns Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun ekki taka málefni Íslands fyrir næsta mánudag, samkvæmt talsmanni sjóðsins. Ríkisstjórninni hefur þó ekki borist formleg tilkynning um þetta. 30. júlí 2009 18:56