Fótbolti

Fyrirliði Espanyol lést eftir að hafa fengið hjartaáfall

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Jarque var fyrirliði spænska úrvalsdeildarliðsins Espanyol.
Daniel Jarque var fyrirliði spænska úrvalsdeildarliðsins Espanyol. Mynd/AFP

Daniel Jarque, 26 ára fyrirliði spænska úrvalsdeildarliðsins Espanyol, lést í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall á hótelbergi sínu þegar spænska liðið var í æfingaferð í Coverciano á Ítalíu. Félagar Jarque fundu hann þegar þeir fóru að undrast um hann þegar hann skilaði sér ekki í mat.

Daniel Jarque var fæddur í Barcelona og spilaði allan ferill sinn hjá Espanyol. Hann lék með b-liði félagsins frá 2001 til 2004 en hafði leikið 173 deildarleiki með aðalliði Espanyol frá 2002. Jarque var nýorðinn fyrirliði Espanyol en hann tók við fyrirliðabandið af Raúl Tamudo.

Jarque var 188 sm miðvörður og algjör lykilmaður í miðri vörn Espanyol. Hann hafði spilað landsleiki fyrir öll yngri landslið Spánar þar af 19 leiki fyrir 21 árs landsliðið frá 2003 til 2005. Hann hafði hinsvegar aldrei fengið tækifærið með A-landsliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×